A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
29.04.2017 - 05:56 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Þorbjörg Jónasdóttir - Fædd 20. maí 1926 - Dáin 21. apríl 2017 - Minning

Þorbjörg Jónasdóttir (1926 - 2017).
Þorbjörg Jónasdóttir (1926 - 2017).
Krist­ín Þor­björg Jón­as­dótt­ir fædd­ist á Flat­eyri 20. maí 1926. Hún lést á Land­spít­al­an­um 21. apríl 2017.

For­eldr­ar henn­ar voru Jón­as Hall­grím­ur Guðmunds­son, skip­stjóri á Flat­eyri, f. á Alviðru í Dýraf­irði 2.5. 1886, d. 18.12. 1935, og María Þor­bjarn­ar­dótt­ir, húsm. á Flat­eyri, frá Hrauni á Ingj­aldssandi, f. 9. apríl 1897, d. 21. apríl 1979. Systkini Þor­bjarg­ar voru Marteinn Jónas­son, f. 1916, d. 1987, Þuríður Jón­as­dótt­ir, f. 1917, d. 2008, Bald­ur, f. 1920, d. 1923, Bragi Jónas­son, f. 1924, d. 1983 og Bald­ur Jónas­son, f. 1924, d. 1992.

Hinn 13. nóv­em­ber 1948 gift­ist hún Kristjáni Guðmunds­syni, bak­ara­meist­ara á Flat­eyri, f. 25.8. 1927 á Pat­reks­firði, son­ur Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, f. 1900, d. 1959, og Ing­veld­ar Gísla­dótt­ur, f. 1904, d. 2004, sem bæði voru úr Breiðafjarðareyj­um. Kristján eig­inmaður Þor­bjarg­ar lést um ald­ur fram 17. júní 1974.

Börn Þor­bjarg­ar og Kristjáns eru:

1) Guðmund­ur Jón­as, f. 13.5. 1949, bú­sett­ur í Mos­fells­bæ.
2) María Krist­ín, f. 13.9. 1952, gift Sig­ur­birni Svavars­syni, bú­sett í Mos­fells­bæ, börn þeirra: a) Kristjana Þor­björg, f. 1974, gift Jó­hanni Braga Fjall­dal, f. 1974, þeirra börn: Freyja María, f. 2007, Katrín Mar­grét, f. 2011, og Sig­ur­björn Kári, f. 2011. b) Björn Þór, f. 1979.

Þor­björg ólst upp á Flat­eyri, fór ung í Hús­mæðraskól­ann í Reykja­vík, en starfaði á Flat­eyri alla sína starfsævi, lengst af á Rit­sím­an­um og síðar á Pósti og síma, síðustu 14 árin sem sím­stöðvar­stjóri. Hún fór á eft­ir­laun 1992 og flutti þá til Reykja­vík­ur með syni sín­um, Guðmundi Jónasi.

Útför­in fór fram frá Foss­vogs­kirkju í gær, 28. apríl 2017.

 

___________________________________________________

 

Minningarorð Sigurbjörns Svavarssonar.

 

Dúbbu tengda­móður mína hitti ég fyrst í Strýtu á Flat­eyri í mars 1974 og það án dótt­ur henn­ar. Ég hafði komið til hafn­ar á Ísaf­irði á varðskipi og fékk sér­stakt leyfi skip­herr­ans til að skjót­ast yfir Breiðadals­heiði til Flat­eyr­ar. Þetta var allt óund­ir­búið og þá eng­ir farsím­ar til að til­kynna skyndi­lega komu verðandi tengda­son­ar henn­ar á miðjum vinnu­degi til Flat­eyr­ar. Böddi sem hafði birst svo óvænt um borð á Ísaf­irði og ég hitti í fyrsta sinn þá, hafði sann­fært mig um að koma með sér til að hitta verðandi tengda­fólk mitt, bankaði á dyr Strýtu og María amma Maju bauð mér til stofu eft­ir að Böddi hafði kynnt mig. Hvort sem gamla kon­an hringdi, þá kom Dúbba fyrst til að taka á móti mér, vatt sér inn snögg í hreyf­ing­um, heilsaði og baðst af­sök­un­ar, þyrfti að hringja í Kidda og Jón­as.
Þarna hitti ég tengda­fólkið mitt fyrst sem átti eft­ir að verða svo náið. Þarna hitti ég Kidda bak­ara, verðandi tengda­föður, í fyrsta og eina skiptið því hann lést um ald­ur fram 17. júní þá um sum­arið. Skyndi­legt lát Kristjáns varð tengda­fólki mínu mikið áfall og þá sá ég styrk Dúbbu er hún leiddi fjöl­skyld­una í gegn­um erfiðleik­ana af ákveðni og dugnaði. Nýr kafli í lífi Dúbbu varð eft­ir frá­fall Kidda. Hún var ein­beitt í því að halda heim­illi með syni sín­um og aldraðri móður sinni sem krafðist mik­ils eft­ir full­an vinnu­dag á sím­stöðinni. Ég dáðist oft að dugnaði henn­ar, á haust­in tók hún inn­mat og gerði slát­ur, tók hálfa nauta­skrokka, úr­beinaði, hreinsaði og flokkaði sjálf og gekk frá öllu í máltíðarpakkn­ing­ar, bakaði reglu­lega ótald­ar köku­teg­und­ir, og af öllu þessu nut­um við ríku­lega, allt unnið á kvöld­in og um helg­ar.

 

Þess­ir eig­in­leik­ar; and­leg­ur styrk­ur, ákveðni og dugnaður þar sem aldrei féll verk úr hendi ein­kenndu Dúbbu auk þess að vera frá­bær gest­gjafi þar sem kunn­átta henn­ar úr hús­mæðraskóla skein alltaf í gegn. Natni í smá­atriðum og ná­kvæmni í öllu sem hún gerði hélt öllu í röð og reglu, það varð stund­um til stríðni af minni hálfu. Skap henn­ar var ljúft, aldrei hækkaði hún rödd­ina held­ur stóð ákveðin og keik með hend­ur á mjöðmum og beitti góðum rök­um með sínu vest­firska tungu­taki. Á þess­um rúm­um 40 árum tók­um við stund­um snerru okk­ar á milli vegna þess sem ég taldi vera of mikla dekrun við barna­börn­in, en hún taldi ekk­ert of gott fyr­ir börn­in, ég skil það núna þegar ég sjálf­ur dekra við barna­börn­in. Dúbba og María móðir henn­ar misstu báðar eig­in­menn sína snemma og urðu sín­um nán­ustu eins og klett­ar sem vörðu fyr­ir áföll­um, sterk­ar vest­firsk­ar kon­ur sem skiluðu sínu með sæmd og menn­ing­ar­reisn. Það var minn heiður að hafa kynnst þeim. En nú er ég viss um að fagnaðar­fund­ir verða á efri sviðum.

 

Sig­ur­björn Svavars­son.
 
Morgunblaðið 28. apríl 2017.


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31