A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
14.10.2016 - 20:14 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Þolmarkalandið Ísland: - Hvar á að taka peningana til að redda þessu öllu?

Tveir spekingar lesa sér til. Ljósm. Davíð Davíðsson.
Tveir spekingar lesa sér til. Ljósm. Davíð Davíðsson.

Hér á landi virðist allt vera komið að þolmörkum eða jafnvel yfir þau. Það vantar peninga til alls: Heilbrigðiskerfið, leikskólinn, grunnskólinn, vegakerfið, sauðfjárræktin, innviðir ferðamennskunnar, lögreglan, almannatryggingar. Þetta er allt að hruni komið segja margir spekingar.

   Blessað fólkið sem er að bjóða sig fram til setu á Alþingi! Hvar á það að taka peningana til að redda þessu öllu? Það má náttúrlega ekki hækka skatta. Það má ekki leggja komugjöld á erlenda ferðamenn. Og svona mætti lengi telja. En þessari litlu þjóð liggur svo svakalega mikið á. Allt undir brot og slit að breyta, helst öllu. Og sameina. Endilega að stækka og sameina og selja og kaupa. Auka lífsgæðin. Þekkt er slagorð okkar ágætu stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa: Við þurfum að bæta lífskjörin!  

   Sannleikurinn er nú samt sá að við höfum ekkert með betri lífskjör að gera. Við höfum yfirfljótanlegt af öllu. Ágætur maður sagði, að því meira sem við eignumst, þess meira vantar okkur. Hitt er annað mál að við þurfum að jafna þessi svokölluðu lífskjör. 


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31