25.01.2016 - 17:22 | Vestfirska forlagið,bb.is
Þingeyrarþorrablótið 2016
Slysavarnardeildin Vörn hélt sitt þorrablót á Þingeyri laugardaginn 23. janúar 2016.
Að þessu sinni stóð þorrablótsnefndin í eldamennskunni sjálf og buðu upp á þetta fína hlaðborð af þorramat.
Blótið var vel sótt þetta árið, slagaði hátt í hundrað gesti. Að borðhaldi loknu stigu þeir Gummi Hjalta og Stebbi Jóns á stokk og héldu uppi stuðinu fram eftir nóttu. Húsfrú Helga Guðný í Botni stjórnaði gleðskapnum með sinni léttu lund og dýrt kveðnum vísum.
Inn á ljósmyndavef bb eru komnar myndir af herlegheitunum.
Af: