A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
30.01.2013 - 13:18 | mbl.is

"Þetta er bara hundleiðinlegt"

Mynd frá Jóhönnu Jörgensen
Mynd frá Jóhönnu Jörgensen
„Þetta er bara hundleiðinlegt. Það eru greinilega forréttindi að halda að maður eigi að hafa rafmagn allan daga og allan sólarhringinn," segir Jóhanna Gunnarsdóttir, eigandi Gistiheimilisins Veru á Þingeyri, í samtali við mbl.is en rafmagnslaust hefur verið á staðnum frá því á sunnudag og rafmagn skammtað með dísilvélum.

„Það er varaaflsstöð hér á Þingeyri sem hefur nægt okkur alveg. En ég veit ekki hvað er að gerast núna og hvers vegna við þurfum skömmtun. Venjulega þarf ekki að skammta rafmagn í þorpinu ef stöðin er bara að sinna okkur en ekki verið að flytja rafmagn eitthvað lengra," segir hún og bætir því við að nýtt sé að skammta þurfi á Þingeyri.

Jóhanna segir að þegar rafmagnið hafi farið á milli jóla og nýárs hafi verið farið út í það að skammta það rafmagn sem framleitt var með varaaflsstöðinni á Þingeyri og flytja það einnig í Önundarfjörð og á Flateyri. „Þá lentum við í skömmtun. En við höfum ekki þurft að lenda í skömmtun ef það hefur bara þurft að sinna þessu svæði hér. Þá hafa vélarnar haft undan."

Frétt tekin af mbl.is 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31