A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
09.04.2013 - 11:00 | bb.is,BIB

„Það borgar sig að opna munninn“

Gunnhildur Elíasdóttir.
Gunnhildur Elíasdóttir.
„Þetta er skref í rétta átt. Það er greinilegt að það borgar sig að opna munninn því þetta sýnir manni að fólk verður að gera athugasemdir þegar því þykir brotið á sér,“ segir Gunnhildur Björk Elíasdóttir á Þingeyri, sem gerði gerði athugasemd í síðasta mánuði við það óréttlæti sem henni fannst hún verða fyrir af hálfu Ísafjarðarbæjar, að fá hvorki greitt fyrir setu í fræðslunefnd sveitarfélagsins né fyrir akstur til og frá Þingeyri. 

Samkvæmt upplýsingum blaðsins kom vel til greina af hálfu sveitarfélagsins að endurskoða aðferðir bæjarins við greiðslur fyrir fundarsetur. Áheyrnarfulltrúar eru fulltrúar hagsmunaðila, hvort sem það eru kennarar, skólastjórar eða foreldrar eins og í tilviki Gunnhildar. Að sögn Gísla Halldórs Halldórssonar hafði ekki komið upp umræða um það hvort þeir ættu að fá laun fyrir sína vinnu en þau mál voru skoðuð í framhaldi af athugasemd Gunnhildar. 

„Ég er tilbúin til að mæta á næsta fræðslunefndarfund eins ekkert hafi í skorist,“ segir Gunnhildur um niðurstöðu bæjarráðs en hún nær þó aðeins yfir fulltrúa foreldra í fræðslunefndinni. „Mér þykir miður að þetta gangi ekki jafnt yfir alla en fulltrúar kennara og aðrir áheyrnarfulltrúarí nefndum og ráðum bæjarins verða greinilega að berjast fyrir þessum sjálfsögðu réttindum í ljósi niðurstöðunnar.“
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31