A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
28.07.2016 - 10:35 | Vestfirska forlagið,bb.is

Teitur sækist eftir fyrsta sæti

Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson frá Flateyri sækist eftir fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Nnorðvesturkjördæmi en sem kunnugt er hefur Einar K. Guðfinnsson lýst  yfir að hann mun ekki bjóða sig fram í næstu kosningum. Prófkjörið mun fara fram 3. september en framboðsfrestur rennur út föstudaginn 5. ágúst. Teitur Björn settist niður með tíðindamanni Bæjarins besta í síðustu viku og garnir voru raktar úr þessum unga manni sem setjast vill á Alþingi en Einar Oddur Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður var faðir Teits og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er mágur hans. 

„Það verður a.m.k. ekki sagt um mig að ég viti ekki um hvað ég er að fara út í. Ég hef íhugað þetta nokkuð vel og tel mig hafa góða innsýn inn í hvað starfið felur í sér, Ég veit til hvers er ætlast af þingmönnum Norðvesturkjördæmis og hvers konar málssvari þingmaður þarf að vera fyrir fólkið; það þarf að berjast fyrir hagsmunum þess, tala máli þeirra og vera erindreki þeirra í ýmsum málum. Þetta er mikil ábyrgð og mikil vinna en er gefandi ef vel er að málum staðið og það er gott að vinna með fólki. Það er gaman að vinna að framgangi góðra mála en maður veit líka að á mörgum sviðum er á brattann að sækja“ segir Teitur en viðtalið í heild má nálgast á vef bb.is. 

Hér er hlekkur á vefútgáfu Bæjarins besta. 
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30