A A A
  • 1926 - Ingibj÷rg Finnbogadˇttir
  • 1967 - Kristjßn Ů ┴stvaldsson
08.10.2016 - 08:33 | Vestfirska forlagi­,Kvˇtinn.is

TRAUSTUR GRUNNUR

Alda Gylfadˇttir, tengdadˇttir Dřrafjar­ar, framkvŠmdastjˇri Einhamar Seafood Ý GrindavÝk.
Alda Gylfadˇttir, tengdadˇttir Dřrafjar­ar, framkvŠmdastjˇri Einhamar Seafood Ý GrindavÝk.

Einhamar Seafood í Grindavík framleiðir fersk þorsk- og ýsuflök sem eru flutt út með flugi samdægurs. Vinnslan fer fram á miklum hraða með um 400 vörunúmer á dag fyrir viðskiptavini um allan heim. Þegar hráefnið kemur inn í vinnslusalinn líða aldrei meira en fimm tímar frá körun þar til vinnslu, pökkun og útflutningi er lokið.

Nákvæmt, áreiðanlegt og auðvelt í notkun

„Áreiðanlegur og vandaður hugbúnaður sem veitir yfirsýn og stjórn á öllu ferlinu og veitir okkur ítarlega innsýn í framleiðsluna er nauðsynlegur í hröðu umhverfi sem þessu,“ segir Alda Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamar Seafood í samtali á heimasíðu Marel. „Þetta er helsta ástæða þess að við fengum Innova framleiðsluhugbúnaðinn frá Marel. Að sama skapi skiptir rekjanleikinn sem hugbúnaðurinn veitir okkur miklu máli.“

Rekjanleiki og traust

Undanfarin ár hefur orðið vitundarvakning um uppruna og meðhöndlun matvæla sem hefur haft mikil áhrif á matvælaiðnaðinn. Fyrirtæki í ferskfiskvinnslu hafa tekið þessari þróun opnum örmum. „Fullkominn rekjanleiki kerfisins hefur verið okkur til mikilla hagsbóta,“ segir Alda. „Fyrir það fyrsta, þá vill þessi kynslóð neytenda – og sú næsta líka – vita hvers hún er að neyta, hvaðan varan kemur. Neytendur vilja hreinan og hollan mat. Að geta boðið upp á fullan rekjanleika fyrir okkar vörur eykur á traust milli okkar og viðskiptavinarins.“

Nákvæmar upplýsingar um hvern bita

Með Innova hugbúnaðinum fær Einhamar Seafood nákvæmar upplýsingar um hvern einasta fiskbita sem viðskiptavinir þeirra fá. Auðvelt er að rekja fiskinn aftur til upprunans; í gegnum hvert einasta framleiðsluskref allt aftur til fiskimiðanna þar sem hann var veiddur. „Fólk vill vita hvað það borðar,“ segir Alda. „Fólk verður að geta treyst þeim upplýsingum sem það fær um vöruna og þess vegna er ég fullviss um að hugbúnaður eins og Innova er framtíðin í fiskvinnslu.“
Heildaryfirsýn yfir allt vinnsluferlið

Gagnasöfnun í Innova hefst um leið og fiskurinn er veiddur. Gögn eru skráð um hvert veiðiholl og hver bátur er skráður sérstaklega. Upplýsingarnar eru svo sjálfkrafa uppfærðar í gegnum allt ferlið. „Innova auðveldar vinnuna mína til muna,“ segir Alda. „Þetta er betra á allan hátt. Ég hef alltaf fulla yfirsýn yfir ferlið, eitthvað sem ég hefði ekki ef ég þyrfti að vera á sífelldum hlaupum að athuga með kassa.“

Uppfyllir mjög ólíkar þarfir

Einhamar Seafood kemur til móts við fjölda viðskiptavina með ólíkar þarfir. Hafa þarf örugga stjórn á mismunandi stærðum, merkimiðum og pakkningum, breytilegum pöntunum og ólíkum kröfum. „Innleiðing Innova hugbúnaðarins hér hefur breytt öllu,“ segir Alda. „Nú get ég tengt allt fyrir hvern viðskiptavin við það holl sem kemur inn og er unnið fyrir hann.“

Nákvæmar upplýsingar um hvert holl

„Ef viðskiptavinur biður um einhverjar upplýsingar um vöruna get ég skoðað þeirra holl og fundið allt sem viðkemur vörunni sem við sendum,“ útskýrir Alda. „Ég hef yfirsýn yfir og get rakið öll skref sem hver einasti fiskbiti hefur farið í gegnum í húsinu. Ég sé hvenær fiskurinn var veiddur, af hvaða báti, ég sé hitastigið í gegnum vinnsluna og hvernig fiskurinn var meðhöndlaður og unninn. Ég veit nákvæmlega hver þráðormastaðan var og hvort það voru bein í bitanum. Ég er með allar upplýsingar sem ég þarf í einni skýrslu.“

Fullkomin pantanastjórn

Með Innova framleiðsluhugbúnaði getur Alda auðveldlega skipulagt og stýrt öllu vinnsluferlinu. Hún hefur fullkomna stjórn á uppfyllingu pantana. Frá skrifstofunni getur hún stillt flokkarana og fengið nákvæmlega þær stærðir sem hún þarf fyrir tiltekinn viðskiptavin. Þetta hefur hámarkað vörunýtingu og aukið afköst og hagnað til muna.

Skipulagt fram í tímann

„Á morgnana slæ ég allar pantanir inn í Innova hugbúnaðinn og framleiði algjörlega eftir þeim. Þá er ég strax búin að skipuleggja daginn, jafnvel daginn eftir líka,“ segir Alda. „Ég veit upp á hár hvað við erum að fara að gera og hversu mikinn fisk þarf til. Þar að auki sér starfsfólkið á skjánum hvað þau eiga að gera og hversu marga kassa þarf að pakka í. Við ljúkum allri vinnslu og uppfyllum pantanir innan fimm tíma og förum með þær samdægurs á flugvöllinn.“

Af pappír í spjaldtölvur

Fyrirtækið fór úr því að nota bara pappír yfir í háþróað og notendavænt Innova kerfið sem er stýrt með iPad eða tölvum. „Það er enginn pappír hérna lengur og það skilar hagræðingu fyrir okkur,“ segir Alda. „Öryggið er meira. Innova kerfið skráir allt með sjálfvirkum hætti og gagnaskráning er nákvæm og áreiðanleg. Kerfið sér til þess að ég gleymi engu. Nú hef ég líka yfirsýn yfir hliðarafurðirnar sem ég hafði ekki áður.“

Sjálfvirk skráning hliðarafurða

Áður en Innova var innleitt hjá Einhamar Seafood var engin sjálfvirk skráning hliðarafurða. Nú eru allar hliðarafurðir skráðar í kerfið svo Alda hefur nákvæma skrá yfir magn og gerðir af hausum, beinum og marningi sem fellur til. Kerfið vigtar, merkir og stjórnar þessu ferli.

Merkt, talið og skráð

„Fyrsta hvers mánaðar prenta ég út allar hliðarafurðinar fyrir þann mánuð og vörureikningurinn er kominn út úr kerfinu um klukkustund síðar,“ segir Alda. „Þetta er mun fljótlegra en áður og þú veist hvað þú ert með, það tapast ekkert af því. Við höfðum engar merkingar áður fyrr, við töldum bara körin af hliðarafurðum og það var alltaf hætta á að eitthvað glataðist í ferlinu. Nú vitum við að ef það er ekki merkt þá þarf að vigta það og skrá. Ferlið verður fyrir vikið nákvæmara og öruggara.“

Samstarf við innova teymið

„Samband okkar við Innova teymið hefur verið einstaklega gott, ljómandi alveg,“ segir Alda. „Það er mér mikilvægt að geta verið í svona samstarfi eins og ég hef átt við Innova teymið. Ég veit hvað ég vil fá út úr hugbúnaðarkerfinu og Innova teymið kemur algerlega til móts við mig. Þetta hefur gengið mjög vel undanfarin ár. Allt sem við höfum gert höfum við gert í sameiningu.“


 « J˙lÝ »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31