A A A
24.11.2016 - 12:38 | Vestfirska forlagiđ,Safnahúsiđ á Ísafirđi

Sýning byggđ á gömlum sendibréfum

« 1 af 5 »
Gömul sendibréf úr fórum hjónanna Guðrúnar Torfadóttur (1872-1956) og séra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar (1854-1912) eru efniviður bókar sem Jóhanna G. Kristjánsdóttir á Flateyri hefur tekið saman auk sýningar sem nú er hægt að skoða í Safnahúsinu á Ísafirði.

Nýverið gaf -Vestfirska forlagið- á Þingeyri út þessa fyrstu bók Jóhannu í ritröð sem hún kallar  Þorp verður til á Flateyri

Efniviðinn sækir hún áðurnefnd bréfasöfn sem telja um 1100 sendibréf. Meðal ótalmargra bréfritara eru María Össurardóttir, móðir Guðrúnar Torfadóttur, og Sveinbjörn Magnússon, faðir séra Jóhanns Lúthers. Ritröðin byggir á textabrotum úr bréfum þeirra beggja en bréfin eru skrifuð á Flateyri í kringum aldamótin 1900.

Jafnframt því að gefa út bókina með Vestfirska forlaginu, hefur Jóhanna látið hanna sýningu sem byggir á sama efni en til viðbótar eru myndskreytingar Freydísar Kristjánsdóttur myndlistarkonu. Einnig eru til sýnis nokkur bréf úr áðurnefndum bréfasöfnum og ýmsir munir frá þeim tíma sem Guðrún Torfadóttir var við nám í Den kvindelige industriskole í Kristjaníu (nú Osló) árið 1896. 

Hönnun sýningarspjaldanna var í höndum Ninu Ivanovu.


« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31