A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
Frá Meðaldalsvelli.
Frá Meðaldalsvelli.
Syðridalsvöllur í Bolungarvík og Meðaldalsvöllur í Dýrafirði eru tveir af tíu uppáhaldsvöllum íslenska golfvallahönnuðarins Edwins Roald. Hann segir Syðridalsvöll vera þann golfvöll á Íslandi sem kemst næst því að vera ekta strandvöllur eða „links" eins og þeir eru nefndir upp á ensku. „Vissulega eigum við marga velli við sjávarsíðuna, en alla skortir þá a.m.k. eitt þýðingarmikið einkenni links-valla, þ.e. sendinn jarðveg og/eða ríkjandi vingul-grös í sverðinum. Aðrir íslenskir vellir sem komast nærri þessu að hluta til eru golfvöllurinn í Staðarsveit, sem gistiheimilið Langaholt rekur, og völlurinn í Þorlákshöfn," segir Edwin um Syðridalsvöll á mbl.is.

 

Edwin hefur áður lýst hrifningu sinni á Meðaldalsvelli og valdi m.a. sjöundu braut vallarins skemmtilegustu braut landsins. „Ég var í Dýrafirði í vor og rann þá upp fyrir mér að Meðaldalsvöllur hefur upp á margt fleira að bjóða. Á vellinum eru fáir veikleikar. Golfklúbburinn Gláma er mjög fámennur og er það lyginni líkast hvernig þeim gengur að hirða völlinn," segir Edwin um Meðaldalsvöll. Hann segir ótrúlegt að það séu golfvellir nánast í öllum plássum landsins.

„Það er svo merkilegt með Ísland að það er golfvöllur í nánast hvaða plássi sem þú kemur til úti á landi. Ég hef hvergi rekist á neitt ámóta erlendis og hef ég þó farið nokkuð víða. Útlendingar eru líka mjög hissa á þessu. Nýlega var ég til dæmis á Bíldudal í heimsókn hjá golfklúbbnum þar og þá sögðu klúbbfélagar mér frá því að þarna hefði verið erlendur maður að vinna að ákveðnu verkefni og hann hefði orðið þrumu lostinn af undrun þegar honum var sagt að þarna væri golfvöllur í þessu liðlega 200 manna þorpi," segir Edwin í samtali við mbl.is.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31