28.08.2014 - 09:40 | BB.is
Svæðið fyrir neðan Skjólvík fer í fóstur
Ketill Berg Magnússon, annar eigandi Skjólvíkur, hefur sótt um að fá að taka svæðið fyrir neðan Skjólvíkina í fóstur. Eins og flestir vita er svæðið illa gróin landfylling. Ætlar Ketill að taka til hendinni svo svæðið verði bæjarprýði og auðveldi aðgengi að Skjólvíkinni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur falist á umsókn Ketils og hefur lagt til við bæjarstjórn að sveitarfélagið feli Katli svæðið með þeim skilyrðum að almenn umferð um svæðið verði ekki hindruð.
Það verður spennandi að sjá breytingarnar á svæðinu næsta sumar, en Katli til aðstoðar verður landslagsarkitekt.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur falist á umsókn Ketils og hefur lagt til við bæjarstjórn að sveitarfélagið feli Katli svæðið með þeim skilyrðum að almenn umferð um svæðið verði ekki hindruð.
Það verður spennandi að sjá breytingarnar á svæðinu næsta sumar, en Katli til aðstoðar verður landslagsarkitekt.