Sumaropnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar
Þrátt fyrir hægafara sumarkomu í veðri og hitatölum er komið að sumaropnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar sem tekur gildi í kringum helgina. Í Þingeyrarlaug hefst sumaropnunin föstudaginn 1. júní, en mánudaginn 4. júní á Flateyri og Suðureyri. Á Ísafirði verður viðhaldsstopp í næstu viku og opnar laugin samkvæmt sumardagskrá laugardaginn 9. júní.
Á Þingeyri er sundlaugin mikið notuð af bæjarbúum og koma starfsmen sundlaugarinnar sannarlega á móti bæjarbúum með góðum opnunartíma en í sumar verður laugin opin alla virka daga milli kl. 8:00 – 21:00 og um helgar milli kl. 10:00 – 18:00. Þess má einnig geta að Þingeyrarlaug verður eina laug Ísafjarðarbæjar sem býður uppá opnunartíma 17. júní en þá verður líkt og um helgaropnun sé að ræða, 10:00 - 18:00.
Opnunartími lauganna í sumar verður sem hér segir:
Sundhöll Ísafjarðar
Virkir dagar: 10:00 – 21:00
Helgar: 10:00 – 17:00
Suðureyrarlaug
Allir dagar: 11:00 – 19:00
Flateyrarlaug
Virkir dagar: 10:00 – 20:00
Helgar: 11:00 – 17:00
Þingeyrarlaug
Virkir dagar: 8:00 – 21:00
Helgar: 10:00 – 18:00