A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri
Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri
« 1 af 3 »
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs, úthlutað 108,6 milljónum króna úr safnasjóði. Af þeirri upphæð renna tæplega 70 milljónir til einstakra verkefna en 39 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

Byggðasafn Vestfjarða fékk 1,5 milljón króna til miðlunar á sögu Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Tilgangur verkefnisins er að miðla til gesta hvernig starfsemi var í vélsmiðjum á Íslandi, allt frá árdögum vélaaldar fram yfir miðja síðustu öld. Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar Þingeyri er eina óbreytta vélsmiðjan landsins með öllum þeim vélum og tækjum sem þar kom inn meðan smiðjan var í rekstri og eru enn í nothæfu ástandi. 


Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 130 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 86 verkefna og eru þeir frá 250.000 kr. upp í 2 milljónir króna. Rekstrarfélag Sarps hlaut hæsta einstaka verkefnastyrkinn að þessu sinni í verkefnið „Notendavænni Sarpur“ en flest viðurkennd söfn á Íslandi nota Sarp sem skráningarkerfi fyrir safnkost sinn og til að miðla upplýsingum um hann til almennings. Verkefnastyrkirnir eru af margvíslegu tagi og má sem dæmi nefna styrk til Listasafns Reykjavíkur til að vinna rafræna kennslupakka fyrir útilistaverk úr safneign sinni, Gljúfrasteinn fékk styrk til að vinna fræðsluefni í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlaunanna til Halldórs Laxness og Rannsóknasetur í safnafræðum fékk styrk til að vinna að sögu byggðasafna í landinu. 

Það er mennta- og menningarmálaráðherra sem skipar safnaráð. Megin hlutverk þess er að hafa eftirlit með safnastarfsemi, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir úr safnasjóði. 
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31