Styrkir til verkefna lausir til umsóknar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til verkefna á sviði umhverfis- og auðlindamála og er umsóknarfrestur til kl. 16:00 1. desember 2016. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna sem falla undir málefnasvið þess, sbr. forsetaúrskurð nr. 71/2013 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna á vegum aðila utan ríkisstofnana og er heildarfjárhæð styrkja samkvæmt heimild í fjárlögum hverju sinni.
Ráðuneytið veitir eingöngu styrki til verkefna sem sannarlega falla undir verkefnasvið þess og áskilur sér rétt til að áframsenda umsóknir til annarra ráðuneyta, í samræmi við leiðbeiningaskyldu stjórnsýslulaga, falli verkefni betur að málaflokkum þeirra.
Hafi umsækjandi áður fengið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina.
Upplýsingar um mat á umsóknum er að finna í 6. gr. úthlutunarreglna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi áeyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjenda auk þess sem hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli frá Þjóðskrá.
Umsækjendur skrá sig inn og velja umhverfis- og auðlindaráðuneyti undir flipanum Eyðublöð.
Úthlutað er einu sinni á ári og eigi síðar en 31. janúar ár hvert.
Nánari upplýsingar veitir Sóley Dögg Grétarsdóttir í síma 545 8600 eða í tölvupósti á netfangið soley.gretarsdottir@uar.is.
Ráðuneytið mun auglýsa síðar eftir umsóknum um rekstrarstyrki til félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfis- og auðlindamála.