A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
Dagskrá Dýrafjarðardaga er að taka á sig mynd.
Dagskrá Dýrafjarðardaga er að taka á sig mynd.
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga hefur farið vel af stað og er nú í fullum gangi . Fyrr á árinu auglýsti Dýrafjarðardaganefndin eftir fólki í nefndarstörf, sem og önnur verkefni tengd hátíðinni, og segir Erna Höskuldsdóttir, formaður nefndarinnar, að viðtökurnar hafi verið góðar. „Það er mikill áhugi fyrir hátíðinni og Dýrfirðingar nær og fjær hafa boðið fram aðstoð". Erna segir það jafnframt ánægjulegt hversu margir vilji koma fram á hátíðinni: „Ég held að það sé almenn tilhlökkun í gangi og fólk löngu búið að taka helgina frá og tilbúið að skemmta sér og sínum. Þessi hátíð er komin til að vera og styrkir á svo margan hátt samfélagið okkar".

Í fyrra voru það íbúar Brekkugötu sem buðu gestum hátíðarinnar upp á súpu í garði og í ár er skorað á íbúa Vallargötu að gera slíkt hið sama. Þá verður litur hátíðarinnar áfram lime-grænn og má búast við að Dýrafjörður verði fallega skreyttur fyrstu helgina í júlí. Áætlað er að dagskrá hátíðarinnar fari í prentun aðra vikuna í júní og er þeim sem vilja koma sínu efni að bent á að hafa samband við Ernu á netfangið ernaho@isafjordur.is fyrir þann tíma.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31