A A A
Veitingahorniğ. Mynd: JÓH
Veitingahorniğ. Mynd: JÓH
Stuttmyndin Lýður var frumsýnd á Veitingahorninu á skírdag. Myndin er útskriftarverkefni Gests Vals Svanssonar og var meðal annars valin besta útskriftarmyndin úr Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2010. Myndin fjallar um útrásarvíkinginn Lýð og hremmingarnar sem hann lendir í þegar hann ætlar að stinga af frá Íslandi. Með aðalhlutverk í myndinni fara Sveinn Þ. Geirsson, Steinn Ármann Magnússon, Gunnar Jónsson og Ingibjörg Reynisdóttir, en leikstjórn er í höndum Gests. Hátt í 100 manns horfðu á myndina á Veitingahorninu og létu vel af, en spurningakeppnin Veistu hvað fór einnig fram sama kvöld. Að þessu sinni voru spurningarnar í höndum Dýrfirðingsins Júlíusar Arnarsonar.

« Mars »
S M Ş M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31