A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
16.02.2016 - 18:25 | Hallgrímur Sveinsson

Stutt saga af skógrækt á Álftamýri í Arnarfirði

Svona lá nú landið í upphafi í brekkunni fyrir ofan Álftamýrarbæinn. Ljósm. Gunnar og Bryndís.
Svona lá nú landið í upphafi í brekkunni fyrir ofan Álftamýrarbæinn. Ljósm. Gunnar og Bryndís.
« 1 af 2 »

    Þann 26. júlí árið 1998 var hafist handa við að gróðursetja nokkrar beinvaxnar birkiplöntur á Álftamýri í Arnarfirði. Frúin á Hrafnseyri, Guðrún Steinþórsdóttir, systir Gunnars Álftamýrarbónda, fór með allmargar birkiplöntur úteftir og tók léttadrenginn á Eyri með sér. Elli Kjaran vinur þeirra sagði að vísu, að hann hefði aldrei farið úteftir með frú sinni hefði hann fattað hvað plönturnar voru margar! Þetta er auðvitað sjálfsagt að færa í letur. En árangurinn af þessu brölti er alveg lýgilegur.

   Fyrri myndin sem hér birtist, er tekin þennan örlagaríka dag sem áður var nefndur. Jæja. Seinni myndin er svo tekin 18 árum seinna. Hún ber þess óræk merki hve máttur íslenskrar gróðurmoldar er mikill. Þar fer ekkert á milli mála!

   Þessar umræddu Álftamýrarplöntur voru komnar frá Sigurði Friðfinnssyni, bónda á Ketilseyri í Dýrafirði. Hann gerðist feykilega afkastamikill skógræktarmaður á efri árum. Handaverk hans sjást þegar ekið er fram hjá bæ hans. Náði hannn slíkum árangri á stað sem varla nokkur hrísla var áður, að aðdáun vekur. Ótrúlegt!    

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30