A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
20.08.2015 - 06:54 | Hallgrímur Sveinsson

Stúdentar frá Spáni á ferð um Vestfirði

 Uppi á Hrafnseyrarheiði í 552 mtr. hæð yfir sjávarmáli. Arnarfjörður í baksýn. Ljósm.: H. S.
Uppi á Hrafnseyrarheiði í 552 mtr. hæð yfir sjávarmáli. Arnarfjörður í baksýn. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Í dag lentum við í því að taka upp á arma okkar tvo spánska puttalinga, sem kallaðir eru. Þeim hefur fjölgað mjög hér um slóðir í sumar. Þetta voru þau Toni Alabcón frá Mallorca og Carolina Jimenéz De La Cruz frá Zaragoza á Spáni. Hann er 24 ára, nemandi í tölvufræðum og hún 21 árs og er í námi í iðnhönnun.

    Þau hafa verið að vinna við Ferðaþjónustuna í Breiðavík í sumar og voru í nokkurra daga fríi sem þau notuðu til að ferðast um Vestfirði.

Þau tala bæði mjög góða ensku. Við vorum náttúrlega að reyna að babbla eitthvað við þau. Á Spáni er nú mikið atvinnuleysi, einkum hjá unga fólkinu. Efnahagsástand þó batnandi. Þau voru ekki hrifin af kóngafólkinu né Franco einræðisherra og stjórnartíð hans. Þau voru mjög meðvituð um þorpið Guernica og samnefnt heimsfrægt málverk Picassos. Fasistarnir með Þjóðverja og Ítali í fararbroddi jöfnuðu það við jörðu í hræðilegum loftárásum á varnarlasut fólkið í spánska borgarstríðinu. Þá töldu þau að Bretar myndu verða að afhenda Spánverjum Gíbraltar í náinni framtíð.    

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31