A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
09.07.2011 - 11:15 | JÓH

Stormur fagnar 40 ára afmæli

Frá Stormsmóti. Mynd: 123.is/stormur
Frá Stormsmóti. Mynd: 123.is/stormur
Helgina 15. - 17. júlí fagnar hestamannafélagið Stormur 40 ára afmæli sínu en það var stofnað þann 29. ágúst árið 1971. Fjölbreytt dagskrá hefur verið sett saman í tilefni stórafmælisins en hún hefst á opnu félagsmóti Storms föstudaginn þann 15. júlí. Afmælisveislan fer fram á laugardagskvöldinu, undir stjórn Benna Sig. frá Bolungarvík, og boðið verður upp á grillmat að hætti Guðmundar Helgasonar á Hótel Núpi . Meðal dagskrárliða eru söngur, leikir og afmælishappdrætti þar sem aðalvinningur er folald frá Laugabóli í Arnarfirði. Dagskrá afmælishátíðarinnar má sjá í heild sinni hér:

Föstudagurinn 15. Júlí 2011

Um kl. 16:00 hefst forkeppni í öllum flokkum
1. B-flokkur gæðinga
2. Unglingaflokkur
3. Ungmennaflokkur
4. A-flokkur gæðinga
5. Barnaflokkur
6. Tölt

Kl. 21:00 hefst kvöldvaka í reiðhöllinni á Söndum á töltsýningu Stormsmanna. Á dagskránni verður m.a. kynning á ræktunarbúinu Laugabóli í Arnarfirði þar sem nokkrir hestar frá þeim verða sýndir. Keppni í fljúgandi skeiði í gegnum reiðhöllina, liðakeppnin „Sandariddararnir 2011", þar sem lið takast á í ýmsum þrautum og fleira skemmtilegt.

Laugardagurinn 16. Júlí 2011

Kl: 12:00 Hópreið hestamanna. Um kl. 12:30 hefst keppni í úrslitum í öllum flokkum.
1. B-flokkur gæðinga
2. Unglingaflokkur
3. Ungmennaflokkur
4. A-flokkur gæðinga
5. Barnaflokkur
6. Tölt

Kappreiðar
1. 300 m brokk
2. 300 m stökk
3. 250 m skeið

Kl: 17:00 Útreiðatúr hestamanna út í Meðaldal. Lagt af stað frá tjaldsvæðinu. Allir hestfærir velkomnir með.
Kl: 20:00 hefst afmælisveisla Storms í reiðhöllinni á Söndum. Veislustjóri verður Benni Sig. frá Bolungavík. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, leikir, söngur, tónlist, dregið í afmælishappdrætti Storms, þar sem folald frá Laugabóli í Arnarfirði er í aðalvinning, og margt fleira. Benni Sig. og Halli sjá um að halda uppi partýstemmingu fram yfir miðnætti. Borðhald hefst um kl. 20:15. Kokkurinn á Hótel Núpi, Guðmundur Helgason, mun sjá um að grilla fyrir gesti. Á matseðlinum verður: Lambakjöt og svínakjöt „a la Guðmundur", kartöflusalat, hrásalat og kaldar sósur.
Matargestir taka sjálfir með sér diska, hnífapör og drykki. Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig á borðhaldið í síðasta lagi þann 13. Júlí, fyrir kl. 22:00, í síma: 659 8298, Brynhildur og 895 0711, Nanna. Það er til þess að hægt sé að áætla fjölda matargesta.


Helgartilboð sem gildir á alla viðburði með mat: (Helgarpassi)
16 ára og eldri kr. 3.500
12 til 15 ára kr. 2.500
6 til 11 ára kr. 1.500
0 til 5 ára frítt
Sjá verð á einstökum viðburðum á http://stormur.123.is/

Tekið er við skráningum keppnishrossa til kl. 22:00, miðvikud. 13. Júlí hjá: Nönnu Björk s: 8950711, nannabjork@simnet.is og Brynhildi s: 6598298, brykris@gmail.com Skráningargjald er kr. 1.000, pr. hver skráning.

Gott tjaldsvæði er á Söndum og góð aðstaða fyrir aðkomu hross.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31