A A A
01.04.2017 - 06:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Stjórnarfundur í EFL: - „Ekki selja fimmeyring í Landsbankanum!“

Landsbankinn við Austurstræti í Reykjavík.
Landsbankinn við Austurstræti í Reykjavík.

Á stjórnarfundi í morgun í Eigendafélagi Landsbankans, EFL, var samþykkt einum rómi mjög harðorð ályktun. Fer hún hér á eftir:

„Stjórnin krefst þess af Alþingi og ríkisstjórn að ekki verði seldur fimmeyringur í Landsbankanum. Það má alls ekki hleypa erlendum fjárglæframönnum og vogunarsjóðum með krumlurnar í sjóði hans. Við höfum ekkert með þessa kalla að gera hingað til okkar. Þeir geta farið með alla sína glæpapeninga og lagt þá inn hjá þeim í neðra. Eða hjá sjálfum andskotanum svo talað sé tæpitungulaust! Þar ku vera greiddir háir vextir og vaxtavextir og vextir líka af þeim!

   Stjórnin telur að Landsbankinn eigi að vera 100% í eigu allra Íslendinga. Viðskiptabanki fyrir venjulegt fólk. Alveg eins og sparisjóðirnir voru. Það þarf að lýsa þessu yfir í eitt skipti fyrir öll fyrir hönd eigendanna. Bankinn á ekki að standa í neinu peningaþvætti.

Þá samþykkir stjórnin að laun stjórnarmanna verði aldrei hærri en helmingur verkamannalauna á mánuði samkvæmt lægsta taxta Dagsbrúnar, eins og sagt var í gamla daga. Í dag jafngildir þetta um 120 þúsund kr. á mánuði. Það ætti að duga, þar sem yfirleitt er haldinn einn fundur í mánuði“




« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30