A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
Steinunn Jónsdóttir.
Steinunn Jónsdóttir.
Steinunn Jónsdóttir fæddist á Flateyri 21. júní 1928. Hún lést 16. mars 2015 á Sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Foreldrar hennar voru Guðrún Arnbjarnardóttir kennari, frá Fellskoti í Biskupstungum, f. 1892, d. 1983, og Jón Eyjólfsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, verslunarmaður á Flateyri, f. 1880, d. 1950. Systkini Steinunnar voru: a) Eyjólfur, f. 1917, d. 2000. Börn hans Jón og Guðrún. b) Kristín, f. 1920, d. 2001. Börn hennar og Björgvins Guðmundssonar, Greta og Jón. c) Þórir, f. 1923, d. 1964, sonur hans Jón Gunnar. d) Bryndís, f. 1932, d. 2001.

Eiginmaður Steinunnar var Guðmundur Jónsson húsasmíðameistari og hreppstjóri, frá Gemlufalli í Dýrafirði, f. 1924, d. 1983. Hann var sonur Ágústu Guðmundsdóttur, f. 1890, d. 1973, frá Brekku í Dýrafirði og Jóns G. Ólafssonar, f. 1891, d. 1963, frá Hólum í Dýrafirði. Bændur á Gemlufalli.

Steinunn og Guðmundur eignuðust sex börn. 1) Guðrún Nanna, f. 1953, giftist Birni Gunnarssyni, f. 1951, d. 2006, börn þeirra, a) Íris, f. 1974, gift Frey Bergsteinssyni, börn þeirra Breki, Katla og Svava. b) Egill, f. 1980, kvæntur Sóleyju Árnadóttur, synir þeirra Alexander Björn, Kristófer Árni og Elís Hilmar. Núverandi maki Guðrúnar Nönnu er Hilmar Baldursson, f. 1952, dóttir hans Anna Rut, f. 1984. 2) Jón, f. 1955, maki Erna Jónsdóttir, f. 1959. Synir þeirra, a) Hákon, f. 1982, kvæntur Sommer Jónsson, b) Kári, f. 1985, sambýliskona Ragnhildur L. Helgadóttir, c) Einar Örn, f. 1985. Dóttir Jóns, Eyrún Edda, f. 1975, maki Daði Sverrisson, dóttir þeirra Sólrún Eldjárn. 3) Ágústa, f. 1957, sonur hennar Eyþór, f. 1985. Faðir hans er Jóvin Sveinbjörnsson, f. 1955. 4) Eyjólfur, f. 1958, kvæntur Margréti Jóhannesdóttur, f. 1952. Börn hennar og fósturbörn Eyjólfs, a) Jóhanna, f. 1972, b) Vilberg, f. 1974, maki Erla Arnardóttir, sonur þeirra Emil, c) Lára, f. 1978, maki Róbert Benediktsson, dætur þeirra Hera og Regína, d) Tryggvi Valur, f. 1983, maki Hanna Guðrún Kolbeins, sonur þeirra Björgvin Aríel. 5) Greta Sigríður, f. 1961, maki Hafliði Vilhelmsson, f. 1953. Börn þeirra Steinunn Ólína, f. 1996, og Tómas Vilhelm, f. 2002. Sonur Hafliða, Yannick Víkingur, f. 1978. 6) Svanhildur, f. 1964, börn hennar og Jóns Þórs Bjarnasonar, f.1961, Davíð, f. 1988, Elsa, f. 1990, og Guðmundur, f. 2001. Núverandi maki Svanhildar er Sigurður Skagfjörð Ingvarsson, f. 1957, synir hans eru Kristinn, f. 1984, Ingvar, f. 1986, og Ómar Bragi, f. 1992.

Steinunn fæddist á Flateyri og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hún gekk í Barna- og unglingaskólann á Flateyri og fór síðar í nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist . Steinunni var margt til lista lagt. Hún spilaði á gítar og söng, var góður teiknari, prjónaði mikið og hannaði oft sitt prjónverk. Einnig saumaði hún mikið. Hún hafði á yngri árum áhuga á íþróttum og spilaði handbolta með KR. Steinunn vann lengi á símstöðinni á Flateyri og síðar á pósthúsinu. Hún var mjög virk í Kvenfélaginu og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Um tvítugt fékk hún berkla og þurfti að dvelja á Kristnesi. Þessi veikindi settu mark sitt á hana og hennar persónuleika og var æðruleysi kannski hennar lýsandi persónueinkenni upp frá því. Æskuheimili Steinunnar og bókaverslunin í sama húsi er nú safn á vegum Minjasjóðs Önundarfjarðar.


Útför Steinunnar fór fram frá Flateyrarkirkju föstudaginn 27. mars 2015,

 

Morgunblaðið föstudagurinn 27. mars 2015

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31