A A A
01.12.2015 - 17:36 | visir.is,BIB

Stefnir ÍS 28 sigldi á ísjaka vestur af Dýrafirði

Stefnið á Stefni ÍS 28 eftir áreksturinn við Ísjakann.
Stefnið á Stefni ÍS 28 eftir áreksturinn við Ísjakann.
« 1 af 3 »
Engan skipverja sakaði þegar ísfisktogarinn Stefnir ÍS 28 frá Ísafirði sigldi á ísjaka vestur af Dýrafirði í gærkvöldi. Skipstjórinn segir að þetta hafi farið á besta veg miðað við aðstæður og kom togarinn  til Ísafjarðar snemma í morgun. 

Pétur Birgisson skipstjóri segist hafa vanmetið aðstæður. Hann hafi alls ekki átt von á ísjaka á grunnslóð, eins og hann var að toga á, og svo hafi verið myrkur og öskubylur þegar þetta gerðist.

Hann hafi sem betur fer verið að toga þannig að skipið var ekki nema á þriggja mílna ferð, í stað að minnstakosti tíu mílna, hefði togarinn verið á siglingu. 

Höggið hafi verið eins og hnútur og þegar hann leit út horfði hann á þverhnípann ísvegginn eins og Látrabjarg væri. Hann  hafi þegar sett á fullt afturábak þrátt fyrir að trollið hafi verið aftan í togaranum, og þar með tekið áhættu á að veiðarfærin færu í skrúfuna, en það slapp. 

Við árékssturinn kom talsverð dæld í byrðing skipsins, ofan sjólínu frammi á hvalbak, en ekki leki, og brot úr jakanum féll inn á stefnið  og kom með til lands í morgun. 

Strax og þetta var gengið  yfir hafði Pétur skipstjóri samband við stjórnstöð Gæslunnar til að láta vita af jakanum, örðum til varnaðar, og mat hann jakann tíu til 15 metra háan og  30 metra á kant. 

Verið er að landa úr togaranum og verða skemmdir skoðaðar og metið hvort skipið þarf strax að fara  í viðgerð.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30