A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
07.06.2013 - 11:29 | bb.is,BIB

Stefanía Helga skólastjóri á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð
Þingeyri við Dýrafjörð
Stefanía Helga Ásmundsdóttir tekur að öllum líkindum við stöðu skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar í fyrradag.

Tveir umsækjendur voru um stöðuna. Í auglýsingunni kom fram að leitað vær að öflugum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið skólastarf. Stefanía uppfyllir vel allar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru. 


Stefanía Helga býr með Ísfirðingnum Ármanni Múla Karlssyni og eiga þau saman þrjú börn. Hún hefur lokið B.ed prófi frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið 90 (af 120) ects einingum í M.ed námi í uppeldis og menntunarfræðum við HÍ. Undanfarin tvö ár hefur hún starfað sem forstöðumaður í skammtímavistun hjá Ísafjarðarbæ.

Í Grunnskólanum á Þingeyri verða um 30 nemendur á næsta skólaári en með flutningi Stefaníu og hennar fjölskyldu til Þingeyrar bætast tvö börn við í skólann
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31