A A A
  • 1951 - Fri­finnur S Sigur­sson
  • 1973 - Atli Mßr Jˇhannesson
  • 1976 - Kristjßn Rafn Gu­mundsson
  • 1979 - Jˇn Ůorsteinn Sigur­sson
  • 1988 - Arn■ˇr Ingi Hlynsson
29.07.2016 - 12:56 | Vestfirska forlagi­,HallgrÝmur Sveinsson

Standa e­a falla Vestfir­ir me­ framl÷gum frß rÝkinu?

Aflaskipi­ Gu­bj÷rg.
Aflaskipi­ Gu­bj÷rg.

Það er nokkuð undarlegur Vestfjarðasöngur í fjölmiðlum þessi misserin:

Alls staðar kveður við þann tón að ríkið þurfi að skaffa meira af peningum til Vestfjarða. Það virðist ekkert hægt að gera nema ríkissjóður komi við sögu. Hvar er nú hinn vestfirski þróttur og uppbyggingargleði sem hér var ríkjandi á árum áður?

Á Vestfjörðum voru þróttmestu sjávarútvegsfyrirtæki landsins um árabil. Menn treystu fyrst og fremst á sjálfa sig. Og ef einhver bar af öðrum á sjó, hvort sem voru fiskimenn eða farmenn, þá voru þeir oftar en ekki annaðhvort Vestfirðingar eða af vestfirskum ættum. Vestfirskir bændur, vestfirskir iðnaðarmenn, vestfirskir stjórnmálamenn. Enn er að vísu eitthvað eftir af þessum gamla merg.

En því miður virðist nú allt stefna á sama veg:

Hvað getur ríkið gert fyrir mig? Ég heimta að ríkið geri þetta og hitt. Það er hægt að rekja heimtufrekjuna í endalausum fréttum undanfarin ár.

   Auðvitað þarf hið opinbera að standa sína pligt eins og sagt er. En ef það á að vera þannig, að afl þeirra hluta sem gera skal eigi alltaf að koma úr ríkissjóði, getum við bara lagt okkur endanlega. Þá verða bara feitir þrælar á Vestfjörðum sem bíða eftir að gefið sé á garðann. Svo einfalt er það.

   En hvað er til ráða?

« MaÝ »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31