Spurning sem fólk þarf að velta fyrir sér:- Hvað gerist þegar samfélag molnar innanfrá?
Sú var tíðin að Þingeyrarhreppur í Dýrfirði var eitt af þróttmestu minni sveitarfélögum landsins. Í áratugi var Kaupfélag Dýrfirðinga og dótturfyrirtæki aðal atvinnuveitandinn. Sveitarfélagið var áskrifandi að útsvari fólksins sem þar vann. Svo skeður allt í senn: Bakland kaupfélagsins hrynur. Miklar fiskveiðiheimildir hverfa á braut með óheillavænlegri sameiningu við Ísafjörð (Básafell). Sveitarfélagið er sameinað Ísafjarðarbæ í frjálsri kosningu íbúanna. Nánast allar opinberar stofnanir og embætti á staðnum eru lagðar niður eða fluttar til Ísafjarðar á næstu árum.
Skoðum það helsta:
Hreppsnefnd
Sveitarstjóri
Hreppstjóri
Sjúkraskýli
Héraðslæknir
Hjúkrunarkona
Ljósmóðir
Áhaldahús Vegagerðarinnar
Verkstjóri vegagerðarinnar
Þingeyrarflugvöllur
Umboð Flugfélags Íslands
Íslandspóstur, Póstur og sími
Sparisjóður
Landsbankinn
Þessi upptalning er eflaust ekki tæmandi. En auðvitað verður að spyrja: Hvað hefur komið í staðinn?