Spurning dagsins: - Eftir hverju er verið að bíða?
Tillögur okkar hér fyrir vestan um að láta erlenda ferðamenn greiða aðgangseyri að Náttúrulistasalnum Íslandi sanna sig sífellt betur með hverjum deginum. Fimm þúsund krónur á hvern fullorðinn ferðamann í komugjald til landsins er algjört lágmark. Í hvað skal nota þá fjármuni? Jú, til að greiða fyrir alls konar þjónustu við ferðamanninn og til að forða því að landið fari í svað fyrir stjórnleysi. Ferðamaðurinn sjálfur skilur þetta miklu betur en við. Og hlær að okkur.
Ísland er stórasta land í heimi. Við seljum þeim gistingu yfir eina nótt á 100 þúsund kall og meira. Leigjum þeim inniskó sem kosta 600 kr. í innkaupum á 1.600. í nokkra klukkutíma. Og harðfiskkílóið seljum við þeim á 26.000 kr. Og landinu blæðir því það má ekki leggja á smá komugjald. Sem flugfélögin geta rukkað inn eins og að drekka vatn.
Stórmerkilegt!