A A A
10.03.2017 - 21:07 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Spurning dagsins: - Eftir hverju er verið að bíða?

Perla Vestfjarða.
Perla Vestfjarða.
« 1 af 2 »

Tillögur okkar hér fyrir vestan um að láta erlenda ferðamenn greiða aðgangseyri að Náttúrulistasalnum Íslandi sanna sig sífellt betur með hverjum deginum. Fimm þúsund krónur á hvern fullorðinn ferðamann í komugjald til landsins er algjört lágmark. Í hvað skal nota þá fjármuni? Jú, til að greiða fyrir alls konar þjónustu við ferðamanninn og til að forða því að landið fari í svað fyrir stjórnleysi. Ferðamaðurinn sjálfur skilur þetta miklu betur en við. Og hlær að okkur.

   Ísland er stórasta land í heimi. Við seljum þeim gistingu yfir eina nótt á 100 þúsund kall og meira. Leigjum þeim inniskó sem kosta 600 kr. í innkaupum á 1.600. í nokkra klukkutíma. Og harðfiskkílóið seljum við þeim á 26.000 kr. Og landinu blæðir því það má ekki leggja á smá komugjald. Sem flugfélögin geta rukkað inn eins og að drekka vatn.

Stórmerkilegt! 


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30