29.02.2012 - 12:14 | Tilkynning
Grunnskólinn á Þingeyri. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Nemendur í 6. - 7. bekk í grunnskólanum á Þingeyri munu halda sitt árlega Sólarkaffi sunnudaginn 4. mars næstkomandi í Félagsheimilinu kl. 15 (posi á staðnum). Vonast er til að sjá sem flesta þar sem sólin er nú farin að láta sjá sig.