A A A
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Smiðja í hönnun og handverki á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verður haldin í Blábankanum 4. -17. apríl 2019. Smiðjan er sniðin að þörfum þeirra sem vilja fá innsýn í hönnunarferlið og kynnast af eigin raun hvað þarf til að þróa nýjar hugmyndir og koma þeim í nothæfan búning. Nemendur fá einnig þjálfun í að afla sér þekkingar og nýta hana til þess að öðlast leikni, hæfni og færni til að framleiða afurð.
 
Vaxandi ferðamannastraumur kallar á meira og fjölbreyttara framboð af söluvarningi sem byggir á sögu og menningu Vestfjarða. Unnið verður með þema sem tengist Vestfjörðum og munu þátttakendur þróa hugmyndir og afurðir sem gætu orðið söluvarningur fyrir ferðamenn. Unnið verður í hópum auk þess sem nemendur þróa verkefni hver fyrir sig. Nemendur fá tækifæri til að kynna sér aðferðafræði við markaðsrannsóknir, vöruþróun og markaðssetningu. Unnið verður með mismunandi tækni og efnivið.
 
Smiðjan er kennd samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er ætluð 18 ára og eldri sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og eru á vinnumarkaði.
 
Kennari: Elísabet Gunnarsdóttir
Tími: Kennt alla virka daga kl. 9-17 frá 4. - 17. apríl.
Lengd: 80 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Blábankinn, Þingeyri.
Verð: 33.000 kr. (með fyrirvara um breytingar).
Lágmarksfjöldi 10 manns.
 
Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!
 
Til þess að ljúka námsskrá þarf að lágmarki 80% mætingu.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31