A A A
  • 1993 - Ingunn Ýr Angantýsdóttir
29.12.2018 - 11:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guđmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Smáskammtalćkningar leysa ekki vandann

Samgöngumálin: Smáskammtalækningar leysa ekki vandann


Við félagarnir höfum verið að hamra á því, ásamt fleirum, að það er löngu kominn tími til að við lítum á land okkar sem eina heild. Til dæmis í samgöngumálum. En smáskammtalækningar þær sem tíðkast hafa með happa-og glappaaðferð, leysa ekki þann mikla vanda sem við er að etja. Þar þarf fyrst og fremst stórhug, kjark og vilja.

Við teljum rétt einmitt núna að rifja upp tillögu okkar sem svo hljóðar: 

Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur nú þegar. Raunhæft markaðsverð, varlega áætlað af sérfræðingum, 140 milljarðar króna. 

Í nýrri hvítbók er tæpt á þessu máli. Og auðvitað slegið úr og í að vanda. Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta! 

Ríkissjóður hefur ekkert að gera með að eiga tvo banka af þremur aðalbönkum landsins. Það ætti að vera honum nóg að eiga Landsbankann að fullu eins og er í dag. En það á ekki að selja fimmeyring í honum að okkar mati og margra fleiri.
   

Hver og einn bær er hlekkur í keðjunni!

Umrædd tillaga um sölu Íslandsbanka mundi hafa margt gott í för með sér.  Í öllum landsfjórðungum yrðu t. d. starfandi verktakar allan ársins hring sem kæmu samgöngum markvisst í almennilegt horf á örfáum árum. Ekkert væl, eða jaml, japl og fuður, heldur samræmdar aðgerðir þar sem grundvöllurinn verði að landið allt er ein heild. Hver og einn bær er hlekkur í þeirri keðju. Töku veggjalda gæti Alþingi svo rætt nánar eftir hentugleikum. „Skrifaðu flugvöll“ yrði eitthvað sem ekki þýddi að bjóða fólki upp á fyrir kosningar. Allir málaflokkar munu njóta góðs af. Og landið gjörbreytast. Endurtökum: Seljum Íslandsbanka og brúkum peningana í samgöngur!

                                                                      
Gleðilegt ár.

« Maí »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31