A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
08.10.2018 - 08:26 | Hallgrímur Sveinsson

Smalamennskur á fullu í Vestfirsku Ölpunum

Þetta er nú hann Sigurður Þorkell Vignir frá Ketilseyri með hvelpa tvo. Þeir verða ábyggilega góðir smalahundar með tímnum.
Þetta er nú hann Sigurður Þorkell Vignir frá Ketilseyri með hvelpa tvo. Þeir verða ábyggilega góðir smalahundar með tímnum.
« 1 af 4 »

Þessa dagana hefur allt verið á fullu í Vestfirsku Ölpunum. Það er smalað, smalað og smalað. Þar er sko ekkert verið að dunda neitt, enda menn sem kunna til verka. Á Hófsárdal, Gljúfrárdal, Þorbjarnardal, Hrafnseyrardal og inndölum hans Geldingadal og Hauksdal, Húsadal, Tjaldanesdal, Baulhúsadal, Krákudal, Stapadal, Lokinhamradal, Dalsdal og Hafnardal. Dýrafjarðamegin í Kjaransstaðadal, Ketilseyrardal, Brekkudal, Geldingadal, Galtardal, Kirkjubólsdal, Meðaldal, Haukadal, Eyrardal og Keldudal. Úff! Maður verður bara hálf ringlaður ef maður nefnir fleiri dali! 

Um síðustu helgi var smalað í Haukadal. Þar voru smalarnir á öllum aldri, allt frá eins árs upp í 78 ára. Og allt gekk eins og í lygasögu í frábæru veðri. Miðbæjarkallinn, sem er yfirmaður á þeim slóðum til sjós og lands, var bara mjög ánægður. Sama mátti segja um Friðbert Jón, stórbónda í Hólum.

Formaður Fyrirstöðufélagsins í Eyjum, Þorbergur þari, var mættur á svæðið. Var hann með sinn besta mann með sér, en það er auðvitað Dagbjartur Noregssmali. Hann er nú hirðmaður Haraldar kóngs stórbónda. Haraldur gæti vel verið íslenskur sauðfjárbóndi af gamla skólanum, eftir útliti og hátterni að dæma, enda náskyldur okkur. Sama má segja um spúsu hans, Sonju drottningu. Hún gæti þess vegna verið drífandi húsfreyja á hvaða bæ sem er hér hjá okkur. Mikil búkona og myndarleg.


Nú, nú. Meira seinna.


Hér fylgja með nokkrar myndir frá réttarhaldi á Auðkúlu, sem H. S. tók fyrir nokkrum árum.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30