A A A
  • 1943 - Kristjįn Gunnarsson
28.08.2017 - 06:46 | Vestfirska forlagiš,Hallgrķmur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Smįfyrirtękin: - Gifta og farsęld žjóšanna ķ atvinnumįlum er hjį žeim!

Vélsmišja Gušmundar J. Siguršssonar og co hf į Žingeyri er gott dęmi um smįfyrirtęki sem hafši mikil og góš įhrif į umhverfi sitt uppundir heila öld.
Vélsmišja Gušmundar J. Siguršssonar og co hf į Žingeyri er gott dęmi um smįfyrirtęki sem hafši mikil og góš įhrif į umhverfi sitt uppundir heila öld.

Fjöldi þjóða hefur af því margfalda reynslu að gifta þeirra og farsæld í atvinnumálum er hjá litlu fyrirtækjunum. Aftur á móti er svo hinn sífelldi misskilningur okkar Íslendinga að allt eigi að vera svo stórt og mikið. Þá er líka fallið þess meira þegar illa fer.

Sumir okkar hér fyrir vestan eru mjög einfaldir menn. Enda er skoðun okkar mjög einföld á atvinnurekstri: Það á að gera allt sem hægt er til að treysta undirstöður smáfyrirtækjanna í landinu. Og gera mönnum kleyft að stofnsetja ný sprotafyrirtæki og tryggja þannig atvinnuna.

Hér er verið að tala um fyrirtæki sem veita allt frá einum manni upp í til dæmis 50 manns atvinnu.

Og eitt er borðleggjandi:
Ríkissjóður og sveitarfélög fá strax miklar tekjur af slíkum smáfyrirtækjum með virðisaukaskatti og öðrum gjöldum.

Fjármunirnir eru til. Þeir eru í bönkum og lífeyrissjóðum. En það er eins og fyrri daginn: Það þarf kjark og þor til að veita þeim í rétta farvegi. Þeir farvegir liggja til smáfyrirtækjanna. Og þau standa oftast í skilum segja þeir sem vit hafa á.

 

Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og co hf á Þingeyri er gott dæmi um smáfyrirtæki sem hafði mikil og góð áhrif á umhverfi sitt uppundir heila öld. Þeir smiðjufeðgar og smiðjudrengirnir þeirra voru hátt skrifaðir hjá mörgum fiskveiðiþjóðum í Norður-Evrópu. Ef menn komust inn til Þingeyrar var öllu bjargað. Svo sagði Björgvin Frederiksen, kunnur iðnrekandi í Rvk. og lengi vélstjóri á ýmsum skipum. 


« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31