15.06.2016 - 11:46 | bb.is,Vestfirska forlagið
Sláttur hafinn í Dýrafirði
Í gær hófst sláttur í Dýrafirði og er það með því allra fyrsta sem það er gert á þessu landshorni.
Það var Ómar Dýri Sigurðsson bóndi á Ketilseyri sem bar út á Grænanesi norðan fjarðar en heimildir eru fyrir því að árið 1955 hafi verið borið út á Kirkjubóli í Þingeyrarhreppi 8. júní.
Óstaðfestar heimildir eru fyrir því að í Dýrafirði hafi árið 1939 verið borið út fyrir miðjan júní.
Það var Ómar Dýri Sigurðsson bóndi á Ketilseyri sem bar út á Grænanesi norðan fjarðar en heimildir eru fyrir því að árið 1955 hafi verið borið út á Kirkjubóli í Þingeyrarhreppi 8. júní.
Óstaðfestar heimildir eru fyrir því að í Dýrafirði hafi árið 1939 verið borið út fyrir miðjan júní.