A A A
  • 1928 - Unnur Hjörleifsdóttir
07.12.2008 - 01:27 | bb.is

Skylmingaæfingar hafnar í Dırafirği

Skylmingaæfingar eru hafnar í reiğhöll Knapaskjóls á Söndum í Dırafirği. Mynd: bb.is
Skylmingaæfingar eru hafnar í reiğhöll Knapaskjóls á Söndum í Dırafirği. Mynd: bb.is
Æfingar í skylmingum og almennu vopnaskaki eru hafnar í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði. „Það eru bæði konur og karlar að æfa skylmingar. Það eru allir velkomnir svo lengi sem þeir hafa náð sextán ára aldri," segir Valdimar Elíasson, skylmingamaður á Þingeyri. Ekki er æft með stórum skylmingarsverðum til að byrja með að sögn Valdimars. „Við æfum einungis með kústsköftum til að byrja með en við vonumst til að æfa með alvöru sverðum þegar við erum orðin leiknari," segir Valdimar. Hann segir megintilgang æfinganna vera að geta sýnt skylmingarnar á víkingahátíðum. „Gísli úr Víkingafélaginu Rymmugýg frá Hafnarfirði sér um kennsluna. Við æfum tvisvar í viku tvo tíma í senn á kvöldin. Það er þrælskemmtilegt að skylmast og vantar einungis fleiri þátttakendur. Við erum með frábæra aðstöðu í reiðhöllinni og er allt til als fyrir þá sem vilja æfa með okkur," segir Valdimar.

Gaman yrði að hafa vopnafæra menn í kringum víkingaskipið á Þingeyri að sögn Valdimars. „Svo hyggjum við á ferðalög erlendis til Danmerkur og víðar. Þar er barist við víkinga á víkingasamkomum og menn eru allt upp í viku í víking," segir Valdimar. Þeir sem hafa áhuga á að æfa með Valdimar og félögum geta haft samband við hann í síma 861-3267 eða senda tölvupóst á valdie@snerpa.is.

« Júní »
S M Ş M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30