A A A
  • 1957 - Sólborg Þorgerður Þorláksdóttir
  • 1979 - Þórhildur Björk Sigurðardóttir
  • 1984 - Sigurður Rúnar Ragnarsson
  • 2004 - Eva Katrín Larsdóttir
12.02.2013 - 13:32 | skutull.is

Skrúður fær alþjóðlega viðurkenningu

Brynjólfur Jónsson frá Núpi í Dýrafirði.
Brynjólfur Jónsson frá Núpi í Dýrafirði.
« 1 af 2 »
Skrúður við Núp í Dýrafirði hlaut nýlega alþjóðlega viðurkenningu ítalskrar stofnunar, sem árlega velur einn skrúðgarð sem vakin er sérstök athygli á. Árið 2013 er Skrúður valinn.  Nýlega barst Brynjólfi Jónssyni skógfræðingi og formanni Skrúðsnefndar bréf, þar sem fram kemur að dómnefnd Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino [Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa fyrir garða] samþykkti einróma að tileinka sína árlegu hátið, sem nú er haldin í tuttugasta og fjórða skipti, Skrúði. „Þessum litla jurtagarði sem er hannaður eftir reglum rúmfræðinnar og staðsettur í mikilfenglegu landslagi Vestfjarða, og komið á fót í nágrenni Unglingaskólans á Núpi á árunum 1907-1909,“ einsog segir í bréfinu.

Verðlaunin eru árlega veitt til viðurkenningar stað sem er sérstaklega mikill að náttúru, minningum og uppgötvunum og þeim fylgir skipulagt menningarlegt og fræðilegt kynningarátak út árið. Skrúður við Núp í Dýrafirði er elsti skrúðgarður landsins. Árið 2009 voru 100 ár frá stofnun hans og þá birtist þessi fróðlega grein  hér á skutli.is, eftir Samson Bjarnar Harðarson.

Viðurkenningin, The XXIV International Carlo Scarpa Prize for Gardens, 2013, felur í sér röð opinberra viðburða á Ítalíu, sem byrjar með blaðamannafundi sem áætlaður er í Mílanó þann 26. mars og öðrum í Treviso þann 9. maí, heimildasýningu sem verður opin í maí og júní í Treviso, og útgáfu greinasafns tileinkað Skrúði. Fyrir þá sem eru sleipir í ítölskunni, þá er hér slóð Fondazione Benetton Studi Ricercheog einnig má lesa um stofnunina á ensku. Bréfið sem Skrúðsnefndin fékk, fer hér á eftir:


Herra Brynjólfur Jónsson
Formaður framkvæmdasjóðs Skrúðs
Treviso, Ítalíu, 7. febrúar 2013
Prot. 281, pos. V.3.2

Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino, 24. ár, 2013

Háttvirti formaður,
okkur veitist sú gleði og sá heiður að tilkynna yður að dómnefnd Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino [Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa fyrir garða] hefur einróma samþykkt að tileinka sína árlegu hátið, sem nú er haldin í tuttugasta og fjórða skipti, Skrúði, þessum litla jurtagarði sem er hannaður eftir reglum rúmfræðinnar og staðsettur í mikilfenglegu landslagi Vestfjarða, og komið á fót í nágrenni Unglingaskólans á Núpi á árunum 1907-1909.

Verðlaunin eru árlega veitt til viðurkenningar stað sem er sérstaklega mikill að náttúru, minningum og uppgötvunum, og þeim fylgir skipulagt menningarlegt og fræðilegt kynningarátak út árið. Kynningarátakið felur í sér röð opinberra viðburða, sem byrjar með blaðamannafundi sem áætlaður er í Mílanó þann 26. mars og öðrum í Treviso þann 9. maí, heimildasýningu sem verður opin í maí og júní í Treviso, og útgáfu greinasafns tileinkað Skrúði.

Við leitumst eftir, með yðar þátttöku, að kynnast og kynna form, líf og samhengi náttúru og menningar þessa vitnisburðar evrópskrar menningar, sem stendur berskjaldaður andspænis óblíðum umhverfisaðstæðum, og hefur fært Íslendingum mikilvæga hluti sem hafa almennt gildi, eins og menntun, fordómaleysi, og frelsi.

Við bjóðum yður hér með að fara fyrir sendinefndinni sem tekur við viðurkenningu, sem Carlo Scarpa hannaði, við opinbera hátíð sem fram fer í Borgarleikhúsinu í Treviso um eftirmiðdaginn laugardaginn 11. maí 2013 og verður haldin í kjölfarið á málstofu fyrir boðsgesti, til að dýpka og hugleiða efnið, að morgni sama dags í húsakynnum stofnunarinnar okkar. Persónleg
þátttaka yðar þennan dag skiptir okkur einstaklega miklu máli.

Við biðjum, herra formaður framkvæmdasjóðs, í nafni allra nefndarmanna og formanns stofnunarinnar, fyrir góðri og virðingarfullri kveðju.
Arch. Domenico Luciani
Umsjónarmaður Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino
Dr. Marco Tamaro
Formaður Fondazione Benetton Studi Ricerche
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31