A A A
  • 1932 - Şórdís Jónsdóttir
Jenna Jensdóttir.
Jenna Jensdóttir.
« 1 af 2 »

Menningarhátíð Seltjarnarness nýtur liðsinnis um tvö hundruð manna sem munu leggja sitt af mörkum við að skora á skilningarvit gesta á fjögurra daga hátíð sem fer fram dagana 15.-18. október 2015.

Sérstakur gaumur verður gefinn að verkum Helga Hrafns Jónssonar sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinu alþjóðlega tónlistarumhverfi auk þess sem rithöfundurinn Jenna Jensdóttir frá Læk í Dýrafirði verður heiðruð ásamt fjölda viðburða. Hápunktur hátíðarinnar verða tónleikar með Helga og dönsku söngkonunni Tinu Dickow auk félaga, sem nýlega fóru í tónleikaferðalag um Evrópu. Tónleikarnir verða í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag, 17. október, og er uppselt á þá. Aukatónleikar verða haldnir á sunnudeginum en einnig er uppselt á þá. Meðal viðburða má nefna að Tónlistarhátíð Nesbúa verður haldin á laugardeginum, 17. október, í Seltjarnarneskirkju. Þar mun klassísk tónlist fá að njóta sín bæði í hljóðfæraleik og söng. Aðgangseyrir er 1.500 kr.

Þá býður ungmennaráð Seltjarnarness öllum í lauflétt „pop quiz“ föstudaginn 16. október á veitingastaðnum Rauða ljóninu. Spurningahöfundur og spyrill er sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson.

 

Jenna heiðruð

Sérstök heiðursdagskrá verður um hinn ástsæla rithöfund Jennu Jensdóttur frá Núpi í Dýrafirði (f. 1918). Sem rithöfundur og persóna hefur Jenna verið áhrifavaldur í lífi margra þjóðþekktra einstaklinga, sem nú stíga fram og varpa ljósi á líf og verk Jennu. Fram koma Ásgerður Halldórsdóttir, Egill Eðvarðsson, Jenna Jensdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Þorgrímur Þráinsson.

Ótaldir eru margir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 10. október 2015.

« September »
S M Ş M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30