A A A
08.02.2015 - 20:21 | Álitamál að vestan: - Hallgrímur Sveinsson skrifar

Skömmtum skýrslugerðarmönnum ákveðinn orðafjölda

Alþingishúsið.
Alþingishúsið.
« 1 af 2 »

Við lifum í rannsókna-og skýrslugerðarþjóðfélagi. Allt skal rannsaka og gefa um það skýrslu. Fáir spyrja um kostnað, enda hafa menn oftast frjálsar hendur. Aðal atriðið er að rannsaka og skrifa skýrslu. Helst nógu langa svo enginn nenni að lesa hana. Henda henni svo. Málið dautt. Sennilega hefur skýslugerðin kostað þjóðina marga milljarða bara á síðasta ári. Óhjákvæmilegt er að rannsaka ýmsa hluti.
En hvað er til ráða til að stilla þetta eitthvað af? Ekkert annað en setja mönnum stólinn fyrir dyrnar: Skila skýrslunni eftir tvo mánuði. Hæsta lagi hálft ár. Og skammta svo skýrslugerðarmönnum ákveðinn orðafjölda eða slög með bilum. Búið á punktum.

Hallgr. Sveinsson.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30