A A A
  • 1933 - Pétur Andres Baldursson
06.06.2008 - 00:38 | eöe

Skólaslit Grunnskólans á Ţingeyri

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri fóru fram í Þingeyrarkirkju í gær, 5. júní. Dagskráin var með hefðbundnu sniði, afhending vitnisburða og viðurkenninga til nemenda.

 

Viðurkenningar á skólaslitum í ár hlutu;
Fyrir góðan námsárangur í textílmennt í 7. bekk; Davíð Sighvatsson.
Fyrir góðan námsárangur í smíði í 7. bekk; Arnar Logi Hákonarson.
Fyrir góðan námsárangur í 8. bekk; Sigríður Hlín Jónsdóttir.
Fyrir góðan námsárangur í 9. bekk; Klara Alexandra Birgisdóttir.
Fyrir góðan námsárangur í 10. bekk og fyrir góðan námsárangur í dönsku; Fríða Dögg Ragnarsdóttir.
Fyrir mestu framfarir í 8.-10. bekk; Maciej Sierzputowsky í 8. bekk.
Fyrir störf í nemendaráði; Fríða Dögg Ragnarsdóttir.

Aron Ásbjörn flutti kveðjuræðu 10. bekkinga.

 

Fjórir starfsmenn skólans eru að halda á önnur mið og hætta störfum í GÞ. Starfsmönnunum, Berglindi Hrönn Hlynsdóttur, Guðrúnu Íris Hreinsdóttur og Þóreyju Sjöfn Sigurðardóttur voru veittar viðrkenningar frá skólanum fyrir gott samstarf undanfarin ár og þeim óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fjórði starfsmaðurinn er Ellert Örn skólastjóri og við starfi hans tekur Bogi Ragnarsson. Bogi kemur hann til starfa um mánaðarmótin júlí ágúst.

 

Kvenfélagið Von var með kaffi- og veitingasölu í Félagsheimilinu að lokinni dagskrá í Þingeyrarkirkju.

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30