A A A
  • 1953 - Žorbjörn Pétursson
  • 2000 - Žorleifur Jóhannesson
10.11.2016 - 07:24 | Hallgrķmur Sveinsson,Vestfirska forlagiš

Skošanakannanir fyrir vestan klikkušu nśna lķkt og žegar Truman sigraši Dewey 1948!

Fręg mynd žar sem Truman veifar forsķšu stórblašsins Chicago Daily Tribune morguninn eftir forsetakosningarnar 1948:  Dewey sigrar Truman. Svona voru menn vissir um śrslitin. Žaš var ekki einu sinni bešiš eftir aš atkvęši yršu talin! Ljósm.:  Vefurinn.
Fręg mynd žar sem Truman veifar forsķšu stórblašsins Chicago Daily Tribune morguninn eftir forsetakosningarnar 1948: Dewey sigrar Truman. Svona voru menn vissir um śrslitin. Žaš var ekki einu sinni bešiš eftir aš atkvęši yršu talin! Ljósm.: Vefurinn.

Það var svolítið sérstakt að vakna við það í morgun að Donald væri verðandi forseti Bandaríkjanna. Og það þrátt fyrir að lang flestar skoðanakannanir hefðu sagt fyrir um sigur frú Clinton. En þetta hefur gerst áður þar á bæ þó fáir af kosningaspekingum dagsins virðist muna það.  Það eru bara allir steinhissa og sumir jafnvel í losti eða grátandi!

   Hugurinn hvarflaði til forsetakosninganna þar í landi 1948. Þá sögðu nánast allar skoðanakannanir að Repúblikaninn Thomas E. Dewey ríkisstjóri í New York  myndi gjörsigra Harry S. Truman, sitjandi forseta Demókrata. Truman hafði ferðast tugi þúsunda kílómetra í járnbrautarlest um Bandaríkin þver og endilöng. Talaði við fólkið beint eins og maður við mann og sagði því nákvæmlega allt um stöðu mála hjá ríkinu. Þeir kölluðu það Whistle Stops. Og fólkið kaus hann, líkt og það kaus Trump núna, þó það hafi kannski verið á öðrum forsendum. Það furðulega gerðist á þeirri járnbrautarferð að Truman og félagar urðu hvað eftir annað blankir og gátu ekki greitt fyrir áframhaldandi ferð lestarinnar og urðu bara að stoppa. Og þetta var sjálfur forseti Bandaríkjanna! Þá hljóp almenningur undir bagga. Einn borgaði kannski einn dollara. Annar tvo og svo framvegis. Og allt blessaðist þetta. Það var ekki verið að láta ríkiskassann borga! Enda var sagt að Truman hefði sjálfur þvegið sokkana sína og borgað frímerkin undir persónuleg bréf sín í forsetatíð sinni 1945-1952.

   Truman var eiginlega eini maðurinn sem sagðist mundi sigra í kosningunum. Hann fór að sofa á sínum venjulega tíma að kvöldi kjördags og fullvissaði sína menn um að hann mundi sigra. Fáir þeirra trúðu honum. Svo vaknaði hann sem sigurvegari eins og hann hafði sagt fyrir um.

 

« Aprķl »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30