A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
Dýrfirðingurinn Skúli Elíasson.
Dýrfirðingurinn Skúli Elíasson.
« 1 af 2 »
Skúli Elíasson skipstjóri frá Þingeyri, hefur um tveggja áratuga skeið stundað veiðar á fjarlægum miðum, allt frá syðsta odda Afríku og norður fyrir Svalbarða. Í jólablaði Fiskifrétta var rætt við Skúla en þessi rúmlega 20 ára „útlegð“ hófst árið 1993 þegar hann var ráðinn skipstjóri á skipi sjávarútvegsfyrirtækisins Seaflower í Namibíu sem Íslendingar komu að rekstri á. Sigurður Bogason úr Vestmannaeyjum var þá framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 

„Við fórum þrír saman út árið 1993 til að kanna aðstæður, ég og Hrólfur, bróðir minn, og Þórir Ólafsson stýrimaður. Við áttum von á því að Sigurður Bogason tæki á móti okkur á flugvellinum í Lüderitz [í Namibíu] eins og um hafði verið rætt. Þegar við lentum kom Namibíumaður á vegum Seaflower til okkar og sagði að við gætum ekki hitt Bogason fyrr en daginn eftir. Hann fór síðan með okkur þangað sem við áttum að búa og lagði eindregið til að við myndum hvíla okkur sem við gerðum. Þegar við keyrðum í gegnum bæinn undruðumst við hvað mikið var um vopnaða hermenn á götum úti.“ 

„Löngu seinna fengum við að vita ástæðuna fyrir því að Bogason gat ekki tekið á móti okkur. Þannig var að Seaflower gerði út nokkra humarbáta. Verið var að breyta launakjörum humarskipstjóra þannig að þeir misstu spón úr aski sínum. Skipstjórarnir voru ekki sáttir og réðust inn á skrifstofu félagsins og höfðu fjármálstjórann með sér á brott. Einmitt á sama tíma og við komum til Lüderitz voru þeir með fjármálastjórann úti á götu fyrir framan skrifstofu Seaflower og héldu hnífi að barka hans. Ég held að það hafi ekki þótt ráðlegt að við yrðum vitni að þessu. Við hefðum þá allt eins getað tekið flugvélina strax til baka,“ sagði Skúli en hann var við veiðar við Namibíu í þrjú ár. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31