A A A
  • 2001 - Monika Janina Kristjánsdóttir
07.07.2011 - 11:03 | visir.is

Skilur vel kröfur Vestfirðinga

Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar.
Ráðherrann kvartaði ekki yfir útsýninu á Dynjandisheiði en vegirnir þar eru ekki jafn indælir þótt nýheflaðir séu. Þessi mynd er tekin af veginum þar.
« 1 af 2 »
„Ég skil mjög vel þá kröfu sem Vestfirðingar setja fram um Dýrafjarðargöng og vegabætur á Dynjandisheiði, að ógleymdum vegabótum á Suðurströndunum," sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og ráðherra vegamála. Hann var einmitt á ferðinni yfir Dynjandisheiði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn.

Hann sagði að ekki mætti þó gleyma þeim úrbótum sem gerðar hefðu verið á Vestfjörðum undanfarin ár. „Við fórum í gær frá Hólmavík, yfir Steingrímsfjarðarheiði og síðan allt Djúpið til Ísafjarðar og þar er vegur mjög góður enda slitlag alls staðar. Öðru máli gegnir um leiðina frá Ísafirði og suður fyrir í Dýrafjörð og Arnarfjörð," segir hann.

 

Hann segir að þótt Vestfirðingar hafi sterkar skoðanir á vegakerfinu sé gott að ræða við þá um þessi mál þar sem þeir séu lausnamiðaðir. „Annars fannst mér heimamenn hafa mestar áhyggjur af því að vegurinn yfir Dynjandisheiði væri með besta móti núna þegar við eigum leið um hann með rannsóknargleraugun á nefinu," sagði ráðherrann og játti því svo að augljóslega væri nýbúið að hefla veginn.

 

Við svo kveðið slitnaði GSM-sambandið, sem er býsna skrykkjótt uppi á Dynjandisheiði.

- jse

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31