A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
31.08.2017 - 22:01 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Skemmtiferðaskipin: - Allt á sömu bókina lært hjá okkur í stjórnsýslunni!

Skemmtiferðaskip á Skutulsfirði.
Skemmtiferðaskip á Skutulsfirði.

Þingeyrarvefurinn vakti strax athygli á því þegar Bændablaðið skrifaði fyrst fjölmiðla hér, eftir því sem við best vitum, hversu skuggaleg mengun stafar af skemmtiferðaskipum. Við sögðum:

 

Búist er við að yfir 100 skemmtiferðaskip komi til Ísafjarðar á þessu ári. Jæja. Er þetta ekki eitthvað sem Vestfirðingar þurfa að íhuga nánar?

  

Svo segir á Rúv í dag, 31/8:

 

Algengt er að skip sem sigla hingað frá ríkjum í Norður-Evrópu við Norðursjó og Eystrasalt skipti úr umhverfisvænni olíu yfir í svartolíu. Ekki hafa verið settar jafnstrangar reglur um loftmengun frá skipum hér á landi og í öðrum Norður-Evrópuríkjum.

Örfínar agnir sem koma úr svartolíubruna skemmtiferðaskipa og eru skaðlegar heilsu fólks, eru ekki mældar hér á landi.

Skemmtiferðaskip menga þrisvar sinnum meira en allur bílafloti landsmanna á sólarhring, sagði Axel Friedrich, þýskur vísindamaður, í fréttum RÚV í gær. Friedrich, sem er staddur hér á landi á vegum Náttúruverndarsamtakanna, átti fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar í gær, segir Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun.

Eiga ekki tæki til að mæla örfínar agnir

„Akkúrat mælar eins og hann er með höfum við ekki haft. Þetta er ekki skv. Evrópureglugerðinni um það sem á að mæla,“ segir Þorsteinn. Hann tekur undir með Friedrich um skaðsemi svifryksmengunar en hún getur meðal annars valdið hjartasjúkdómum og heilabilun. „Hún ýtir undir þessa sjúkdóma og því meira því fínna sem rykið er,“ segir Þorsteinn.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30