A A A
  • 1979 - Björgvin Helgi Brynjarsson
Eins og hefluð fjöl niður Hrafnseyrardalinn! Ljósm.: H. S.
Eins og hefluð fjöl niður Hrafnseyrardalinn! Ljósm.: H. S.

Um daginn var vegurinn niður Hrafnseyrardal eins og hefluð fjöl eða bara steyptur!

Þetta stafaði af því að borin var í veginn í sumar hörpuð möl og saltborið. Sprautubíllinn á fullu. Sprautubíllinn, sprautubíllinn og skafarinnn, skafarinn sögðu krakkarnir í gamla daga.  Leikmenn sjá það í hendi sér að þetta er það eina sem dugir við malarvegina okkar: Hörpuð möl og steinefni í burðarlagið og síðan saltborið með sjó.

Þetta er það sem ætti að gera við Vesturleiðina eins og hún leggur sig strax að vori. Nú er það bara spurningin hvort Vegagerðin lætur ekki harpa efni í haust á Brekkudal, Hrafnseyrardal, Grjóteyri í Borgarfirði og Dynjandisheiði. Vonandi getur frú Ólöf skrapað einhverja peninga í það!

Það gjörbreytir öllu að fá einhverja monnínga í þetta. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31