29.08.2016 - 20:43 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið
Sjónvarpspistill: - „Það er litið niður á þá sem eru fátækir,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
Þættirnir Íslendingar eru eitt af því besta sem Sjónvarpið flytur okkur þessa dagana.
Í gærkvöldi var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir á dagskrá. Sú stórkostlega manneskja. Hún var alin upp í sárri fátækt í 20 systkina hópi. Hún var verkakona og verkalýðsleiðtogi af bestu gerð. Þó hún væri að drepast úr feimni að eigin sögn, beit hún á jaxlinn. Við eigum slíku fólki mikið að þakka.
Það er Andrés Indriðason sem sér um þessa sjónvarpsþætti. Eru þeir í stíl við allt það mikla verk sem hann hefur unnið fyrir okkur í hálfa öld.