A A A
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.

Þættirnir Íslendingar eru eitt af því besta sem Sjónvarpið flytur okkur þessa dagana.

Í gærkvöldi var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir á dagskrá. Sú stórkostlega manneskja. Hún var alin upp í sárri fátækt í 20 systkina hópi. Hún var verkakona og verkalýðsleiðtogi af bestu gerð. Þó hún væri að drepast úr feimni að eigin sögn, beit hún á jaxlinn. Við eigum slíku fólki mikið að þakka.

Það er Andrés Indriðason sem sér um þessa sjónvarpsþætti. Eru þeir í stíl við allt það mikla verk sem hann hefur unnið fyrir okkur í hálfa öld. 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30