A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
15.01.2017 - 16:39 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Sjónvarpspistill: - Njáls saga í Sjónvarpinu: - Enginn mætti ekki í seinni hálfleik!

Njála Bein útsending frá einstakri uppsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins á Brennu-Njálssögu. Ein ástsælasta Íslendingasagan er hér færð í nýjan búning og hetjur sögunnar lifna við á sviðinu í magnþrungnu sjónarspili. Uppsetningin hlaut tíu Grímuverðlaun árið 2016.
Njála Bein útsending frá einstakri uppsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins á Brennu-Njálssögu. Ein ástsælasta Íslendingasagan er hér færð í nýjan búning og hetjur sögunnar lifna við á sviðinu í magnþrungnu sjónarspili. Uppsetningin hlaut tíu Grímuverðlaun árið 2016.

Þar kom að því að RÚV sýndi einhverja leikgerð Borgarleikhússins af Brennu- Njáls sögu um daginn.

Þetta var frábær sýning, eiginlega stórkostleg! Þessi magnaða sýning stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir. Frábært.

Undirritaður hélt út í eina og hálfa stund. Er þess vegna ekki dómbær um þessa stórkostlegu upplifunarsýningu. Sama er að segja um alla þá sem hann hefur spurt, sem eru nokkuð margir: Enginn mætti í seinni hálfleikinn. Og er auðvitað  skömm að því. Eru þess vegna úti að aka.

Þetta er frábært. Mögnuð fyrirmynd hinnar svokölluðu landsbyggðar sem alltaf er að sýna einhverjar leiksýningar og svoleiðis  sem eru eiginlega alveg út úr kortinu.

   Það liggur víst ekki á borðinu hver skrifaði Njálu. Var það kannski Laxness? Nei, ég held ekki. En auðvitað getur hver sem er haldið því fram í dag þegar öllu er snúið á hvolf. Allt leyfilegt. Og orðið nei virðist ætla að verða innlyksa í gömlu íslensku Orðabók Menningarsjóðs.

En þetta er frábært.

Eiginlega stórkostlegt! 


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31