A A A
  • 1982 - Sveinbjörn Halldórsson
18.03.2017 - 06:26 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Sjónvarpspistill - Halli sigurvegari: - Alveg ótrúlegur karakter sem allir geta lært af!

Haraldur Ólafsson sigurvegari.  Ljósm.: Þroskahjálp.
Haraldur Ólafsson sigurvegari. Ljósm.: Þroskahjálp.

Myndin af honum Halla sigurvegara, Haraldi Ólafssyni, sem Sjónvarpið okkar sýndi um daginn, er gulls ígildi. Eftir að hafa lent í ótrúlegum aðstæðum á yngri árum á Kópavogshælinu komst hann síðar á beina braut sem betur fer. Og það þrátt fyrir mikla líkamlega, spastíska fötlun. Hann er merkileg manneskja. Það eru allir þeir mörgu viðmælendur sem koma fram í myndinni sammála um. Öllum þykir vænt um Halla.

   Það kom margt fram í þessari góðu mynd sem Páll Kr. Pálsson gerði fyrir Landssamtökin Þroskahjálp.

Eitt sinn var Halli til dæmis á ferð á bíl sínum. Keyrði þá fram á kyrrstæðan bíl með sprungið dekk. Bifreiðastjórinn  var kona í öngum sínum því allir keyrðu framhjá. En Halli sigurvegari? Hann með alla sína líkamlegu fötlun gat hjálpað konunni þó hann þyrfti að skríða fram og til baka til þess. Þetta var maðurinn sem talinn var þroskaskertur á Kópavogshælinu í 25 ár eða svo. Ótrúlegt! Þessi stórmerkilegi maður segir að það séu mikil átök að stjórna sjálfum sér. Það getur hver séð sem vill í kvikmyndinni hans Halla. En þrátt fyrir það er svo margt sem hann hefur afrekað svo ótrúlegt að mann setur hljóðan.  


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31