Sjómenn í Verk Vest felldu endurnýjaðan kjarasamningvið útgerðarmenn
Atkvæðagreiðsla um endurnýjaðan kjarasaming sjómanna hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga við Samtök fyrirtækja í sjávarútveg sem var undirritaður hjá ríkissáttasemjara þann 29. júní 2016 er lokið. Póstatkvæðagreiðsla stóð frá kl.12.00 þann 19. júlí til kl.12.00 þann 15 ágúst.
Kjörstjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur talið atkvæði og eru niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni eftirfarandi:
Á kjörskrá voru: 105
Greidd atkvæði: 41 eða 39,05%
Já sögðu: 12 eða 29,27%
Nei sögðu: 28 eða 68,30%
Auðir seðlar: 1
Niðurstaðan en bindandi og hefur endurnýjaður kjarasamingur sjómanna Í Verk Vest því verið felldur með 68,30% greiddra atkvæða.
Segja má að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar setji viðræðurnar á byrjunarreit og verður samninganefnd Verk Vest boðuð til fundar á næstu dögum til á ákveða næstu skref.
Rétt er að geta þess að sáttasemjari hefur boðað deiluaðila til fundar mánudaginn 22. ágúst.