A A A
  • 2000 - Dagur Ernir Steinarsson
  • 2000 - Birna Filippía Steinarsdóttir
30.06.2016 - 17:43 | Vestfirska forlagið,ruv.is

Sjö vilja taka þátt í útboði Dýrafjarðarganga

Mikill áhugi var á forvali útboðs Dýrafjarðarganga.
Sjö aðilar sendu inn gögn vegna forvalsins. Fjórir þeirra hafa áður grafið göng á Íslandi eða eru núna að vinna að því. Farið verður yfir gögn og niðurstaða um hvaða umsækjendur uppfylla sett skilyrði og geti boðið í verkið ætti að liggja fyrir eftir um þrjár vikur.
 

Vegagerðin greinir frá því að þeir sem sendu inn gögn vegna forvalsins eru frá átta mismunandi löndum.

Fjögur fyrirtækjanna eru með innlenda samstarfsaðila en einnig bárust gögn frá samstarfi aðila frá Danmörku og Portúgal. 

Þeir fjórir sem hafa grafið göng hér á landi eða vinna nú að því eru Ístak og Aarsleff frá Danmörku, en Ístak gróf síðast göng á Íslandi við Búðarhálsvirkjun, Metrostav frá Tékklandi í samstarfi við Suðurverk hf., sem starfa nú við Norðfjarðargöng, Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors frá Sviss, sem eru nú að grafa Vaðlaheiðargöng og hefja senn vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar, og LNS SAGA og Leonard Nilsen og sønner frá Noregi, sem grafa nú göng undir Húsavíkurhöfða.

Auk þessara fjögurra eru MT Höjgaard frá Danmörku í samstarfi við EPOS S.A. frá Portúgal, C.M.C di Ravenna frá Ítalíu og Aldesa Construcciones frá Spáni. 

Heimilt er að takmarka fjöldann við fimm aðila sem fá þá að taka þátt í útboðinu ef fleiri uppfylla öll skilyrði og teljast hæfir.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30