A A A

Fimmtudaginn 10. júlí koma sex ungmenni á aldrinum 18 ára til 25 ára til Þingeyrar og ætla að dvelja hér til 24. júlí. Þau eru að koma hingað til að taka þátt í verkefninu „Endurreisn franska grafreitsins í Haukadal“.


Til að gera dvölina eftirminnilega væri frábært ef þeir sem eru á svipuðum aldri, og þetta unga fólk, væru tilbúin til að taka þátt í verkefninu með okkur og kynnast þessum krökkum. Taka þátt í vinnunni í garðinum og vera með í að gera dvöl þeirra hér skemmtilega með fótbolta, kaffihúsaferðum, sundferðum og öðru fjöri.


Von okkar er sú að þeir sem taki þátt í verkefninu (íslensku ungmennin) muni síðar eiga kost á því að fara til Frakklands til að taka þátt í svipuðu verkefni þar.

 

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa sambandi við Hildi Ingu í síma 869-4993 eða banka upp á á Aðalstræti 40.

« Mars »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31