07.10.2019 - 13:06 |
Síra Gunnar Björnsson minnist 75 ára afmælis með þrennum ókeypis tónleikum
Í tilefni af 75 ára afmæli síra Gunnars Björnssonar 15. október næstkomandi heldur hann þrenna tónleika. Afmælisbarnið leikur á celló, en meðleikarar á píanó verða þau Agnes Löve og Haukur Guðlaugsson.
Hinir fyrstu verða Í Forsæti í Flóahreppi þriðjudaginn 15. okt. kl. 21,00.
Þeir verða svo endurteknir, ef Guð lofar, í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 20. október kl. 17,00 og á Grund við Hringbraut í Reykjavík þriðjudaginn 22. október kl. 16,30.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.