A A A
  • 1931 - Valgerđur Kristjánsdóttir
  • 1956 - Auđbjörg Halla Knútsdóttir
  • 1984 - Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir
  • 1988 - Emil Ólafur Ragnarsson
24.03.2014 - 17:29 | Hallgrímur Sveinsson

Sigurlína Rúllugardína Langsokkur slćr í gegn á Ţingeyri

« 1 af 2 »

   Fyrsta uppfærsla á leikverki sem vitað er um á Þingeyri í Dýrafirði var Ævintýri á gönguför. Rataði það á fjalirnar um aldamótin 1900  í svokölluðu Versthúsi, sem er þekkt hús í sögu í staðarins. Þar ráku Björn Magnússon, vert  og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, sem einnig var nefnd vert, greiðasölu. Hún hét því virðulega nafni Hótel Niagara. Sú nafngift var eflaust í tengslum við amerísku lúðuveiðarana, sem bækistöð höfðu á Þingeyri frá 1884-1897. Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri og lengi mikill forystumaður í Þingeyrarhreppi, rak svo Hótel Niagara um nokkurt skeið frá 1890. Heimildir eru fyrir því að mörg leikrit hafi verið sýnd þar á tíma Jóhannesar. Kvenfélagið Von hélt svo lengi vel uppi leikstarfseminni á Þingeyri. Voru leiksýningar á þess vegum meðal annars í svokölluðu Þinghúsi, sem er áfast við gamla barnaskólann og svo í Félagsheimilinu eftir að það kom til sögunnar 1939. Þá voru leiksýningar á vegum Íþróttafélagsins Höfrungs og mikið var leikið á vegum templara í Templarahúsinu. Leikfélag Þingeyrar starfaði svo af miklum krafti á sínum tíma.

   Og nú er frá því að segja að Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri er enn komin á stúfana. Nú með ótrúlega góða uppfærslu af Línu Langsokk eða Sigurlínu Rúllugardínu Langsokk eftir hina stórkostlegu Astrid Lindgren. Óhætt er að segja að það er spriklandi kátína í Félagsheimili staðarins þessa dagana. Elfar Logi Hannesson ber ábyrgð á öllu heila gillinu og bætir við einni rós í leikstjórahnappagat sitt. Það er ótrúlegt hvað sá maður kemur miklu í verk á sínu sviði hér fyrir vestan.

   Persónur og leikendur eru 18 talsins, börn á öllum aldri, sum komin á efri ár. Þar er hver leikarinn öðrum betri og allir kunna vel rulluna sína. Pottþétt rennsli og stígandi. Leikgleði og fjör. Allir eru með á nótunum, meira að segja Herra Níels api. Ekki hár í loftinu. Fylgist með öllu. Sama er að segja um Hestinn. Að ekki sé nú talað um verði laganna, Hæng og Klæng. Frú Prússólina, karlinn á kassanum, kennslukonan, Glámur og Glúmur, sirkusstjórinn, nemendurnir, sjóræningjarnir, Tommi og Anna og Adolf sterki. Allir standa sína pligt. Og ekki skal gleyma öllu aðstoðarfólkinu baksviðs og þeim sem gera þetta allt mögulegt. Valinn maður i hverju rúmi.

   Burðarásinn í leikverkinu sem allt hverfist um, Lína Langsokkur, er í höndum Ásrósar Helgu Guðmundsdóttur frá Núpi. Þar er sko ekki komið að tómum kofunum. Hún hefur alla þræði í hendi sér og skilur sitt hlutverk mæta vel. Efnilegur leikari sem lofar mjög góðu upp á framtíðina.

   Astrid Lindgren, sem farin er til feðra sinna, hefði ábyggilega verið ánægð með þessa sýningu á verki sínu hjá Leikdeild Höfrungs á Þingeyri.

Hallgrímur Sveinsson

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30