A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
07.07.2011 - 11:17 | JÓH

Siglinganámskeið Sæfara á Þingeyri

Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á siglinganámskeið á Þingeyri. Mynd: bb.is
Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á siglinganámskeið á Þingeyri. Mynd: bb.is
Helgina 9. - 10 júlí ætlar Siglingaklúbburinn Sæfari á Ísafirði að bjóða krökkum á aldrinum 9 - 14 ára upp á siglinganámskeið, með þeim fyrirvara að næg þátttaka fáist. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er í boði á Þingeyri. Krökkunum stendur til boða að læra á kayak, seglbáta og ýmislegt fleira. Einnig verður farið í gönguferð og hjólaferð. Sæfari sér um að útvega klæðnað en þeir sem eiga einhvern sjósportfatnað eru beðnir um að taka hann með sér; Blautbúning, þurrbúning, vindjakka og sundföt svo dæmi sé tekið. Námskeiðið fer fram báða dagana milli kl.10:00 og 15:00 og kostar 7500 kr.
Kennari er Guðni Páll Viktorsson, og fer skráning fram á gudni70@hotmail.com eða í síma 661-6475.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31