07.07.2011 - 11:17 | JÓH
Siglinganámskeið Sæfara á Þingeyri
Helgina 9. - 10 júlí ætlar Siglingaklúbburinn Sæfari á Ísafirði að bjóða krökkum á aldrinum 9 - 14 ára upp á siglinganámskeið, með þeim fyrirvara að næg þátttaka fáist. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er í boði á Þingeyri. Krökkunum stendur til boða að læra á kayak, seglbáta og ýmislegt fleira. Einnig verður farið í gönguferð og hjólaferð. Sæfari sér um að útvega klæðnað en þeir sem eiga einhvern sjósportfatnað eru beðnir um að taka hann með sér; Blautbúning, þurrbúning, vindjakka og sundföt svo dæmi sé tekið. Námskeiðið fer fram báða dagana milli kl.10:00 og 15:00 og kostar 7500 kr.
Kennari er Guðni Páll Viktorsson, og fer skráning fram á gudni70@hotmail.com eða í síma 661-6475.
Kennari er Guðni Páll Viktorsson, og fer skráning fram á gudni70@hotmail.com eða í síma 661-6475.